02 september 2009
Afi minn
Afi minn hélt uppá mig þótt ég væri stelpa. Honum fannst ég alveg frábær og yndisleg og stórkostleg og merkilegt undur hér á jörð. Hann elskaði mig svo mikið að hann veiktist þegar ég veiktist. Það er kannski meðvirkni, já sennilega er það meðvirkni. Og svo sýndi hann mér Ísland, Laugarvatn, Þingvelli og allt heila galleríið og þegar ég veiktist á geði keyrði hann mig útum allt í leit að skilaboðum, hann hélt kannski að það gæti hjálpað, enda hjálpaði það að vera með afa sínum en ekki ráfandi útá götu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli