28 september 2009

Afleiðingar

Einu sinni var kona með vandamál, það var svo stórt að það náði yfir allan heiminn, gerði hann svartan og ósýnilegan og lét hann hristast og hvað eina. Konan greip til þess ráðs að minnka vandamálið niður í ekki neitt og stakk því í vasann, - það leystist samt voða lítið, heimurinn var áfram svartur, ósýnilegur og hristist og úr vasanum skriðu stöðugt svartar pöddur.

Engin ummæli: