18 september 2009
Villigötur eða villilblóm
Ég er að skrifa sögu og veit ekki hvort ég er komin á villigötur, ég er núna voða mikið að láta söguna smella saman, og láta hana vera sögu, en í upphafi var hún svona minningabrot sem röðuðust eða ekki röðuðust saman, svo ég veit ekki hvort virkar, - en það merkilega vildi til að Akrafjallið varð fallegt í dag, það tók semsagt Akrafjallið aðeins fimmtíu ár að verða fallegt í mínum huga, það eru einmitt einhverjar svona skriður sem renna niður og mynda fjallið, engin svona sérstök saga í því, ... en mig klæjaði í fingurna að teikna það, og sé það fyrir mér aftur og aftur, ... já já já, lífið er yndislegt, og núna er dimmt úti, klukkan að verða tvö, ég svaf til tvö í dag svo þetta passar alltsaman, eldaði snitsel handa mér og sauð kartöflur, það sem ég dekra ekki við mig, kíkti til Jökuls sem var home alone með hundana og svo bara skrifað og skrifað og skrifað og verulega þurft að stappa í mig stálinu að kíkja ekki alltaf á Facebook. Hafði ömmu hjá mér og hlakka til að hitta vinkonu mína Helgu Luna sem er á kreiki í höfuðborginni og nú er allt mjög fínt hjá mér, og ætti ég ekki að fara í svona hjartatjékk einsog systkini mín, mér finnst samt nóg að vera alkóhólisma, geðhvörf og ýmislegt að ég sé ekki með neikvætt kólestról líka, - en svo stendur fyrir dyrum að láta gera við útidyrahurðina. Og mála hana svo hún verði ekki einsog í eyðibýli og kannski fæ ég að sjá hana Emblu Karen um helgina, yndi heimsins einsog hinar ömmustelpurnar mínar sem búa á Selfossi og koma vonandi bráðum að borða ísinn og segja ömmu sinni töfrasögur, og lífið er dásamlegt og Elísabet ætlar þú ekki að skríða í háttinn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli