29 mars 2007
Heimsveldið endurreist
Heimsveldi Ellu Stínu var að riða til falls út af skúmaskotum sem þoldu ekki dagsins ljós. Þá tók Ella Stína fram sitt keisarahugrekki og viti menn, á eftir kaflanum: Líf í hlekkjum er að finna komment frá Katrínu sem gæti skipt sköpum í Heimsveldi Ellu Stínu og endurreist það svo um munar, treyst það í sessi, þanið það út, og umfram allt gert það að alvöru HEIMSVELDI. - Meira um það síðar. En lesið nú kaflann og kommentið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Til hamingju með heimsveldið endurreist! búin að kommentera en veit ekki hvort það festist ...
Flott athugasemdin hennar K. og hugsunin um að vera utan vi heiminn eða hafa heiminn utanviðsig leiðir til spurningarinnar: við hvað er ég þá hlekkjuð ef ekki heiminn. Og er þess þörf? myndi ég svífa ein í geimnum annars og utan við alla mannheima?
Eru hlekkirnir þá til að koma á móts við einmanaleikann? Til að finna fyrir sér, finna fyrir aðdráttarafli? Líf í hlekkjum vekur margar spurningar. Svo ég ætla að fylgjast með framhaldinu.
Nú renna tvær grímur á Ellu Stínu; er hún hlekkjuð við heiminn, hún hafði allsekki hugsað útí hvort hún var hlekkjuð við eitthvað, hlekkirnir eru svona einsog í Andrés Önd, hlekkir á fótunum og keðjur sem liggja í kúlur. En kannski er hún hlekkjuð við heiminn og við lokaða herbergið. Kannski eru hlekkirnir meiri og þyngri en Ella Stína átti von á. Ella Stína er semsagt með tvær grímur í augnablikinu.
þar kommstu uppum mig! ég hef aldrei lært á myndasögur! ég var hrædd við þær af því ég skildi þær ekki sem krakki svo ég verð blind enn í dag ef ég reyni að horfa á teiknað fólk sem talar. Nema það sé kvikmynd og hægt að heyra ef talað er.
En er ekki bara fínt að vera með tvær grímur?
Skrifa ummæli