25 maí 2007

Keisarinn er einmana

Keisarinn situr einn í turnherberginu og skrifar eftirfarandi því það finnst ekki fyrren á Írlandi eftir þúsund ár, ég er einmana og held ég geti ekki skrifað, held ég ætti að vera í fríi, hringdi í barnabörnin og enginn svaraði, kannski sáu þau númerið og vildu ekki svara, tel mér trú um að ég sé ekki ástfangin lengur, finnst ég ætti að fara í kvöldgöngu en tilhvers eða skrifa smásögu eða ljóðahandrit, ég ætla ekki að byrja á leikritinu mínu fyrren fyrsta júní, og saga sem ég lét til lestrar bíður þess að vera lesin, má nokkuð segja á þessu bloggi, en það er rosalega fínt að vera laus undan ástinni, en svo er það stóra spurningin hvernig eigi að komast í sund, og einhver sýning í Þjóðleikhúsinu á morgun, ég er búin að heyra á hverjum degi í tvö ár, elísabet jökulsdóttir og að sumu leyti finnst mér ég bara huglaus og ringluð eftir þennan skóla, ef ég hefði ekki fengið hrós frá samnemendum mínum vissi ég ekki hvað ég ætti að halda, ég skil ekki afhverju ég er að blogga þetta, ég ætti að skrifa um eitthvað sem ég þekki, einsog að vera mamma, einsog að vera ástfangin, ég er í nettu paranojukasti og held að allir séu á móti mér, þessi geðsjúkdómur sem ég er haldin lætur stundum kræla á sér, einmitt sona, að enginn elski mig, að allir séu á móti mér, en um leið og ég skrifa það verður það fyndið, um leið og ég prenta það verður það fyndið, en ég var að horfa á bíómynd með skott jopplin, ragtime, mér líður ágætlega að vera ein, ég á bara eftir að sætta mig við eða finnast það fínt, svona er penninn stundum, titrar og ég held að einhver lesi þetta, algjört blaður, ég hræðist það að vera hreinskilin og segja hvernig mér líður, ég vil bara vera sniðug, en nú ætla ég að segja ykkur eina sögu sem er svona: og ég sakna þess að vera ekki heltekin af einhverju leikriti eða sögu. einsog jopplin sem var umkringdur nótnablöðunum sínum, en ég hresstist nú svo mikið við að sjá Víkingsleik í gær að ég færði til bókaskáp í vinnuherberginu svo leikritið mitt fái veggpláss. það er einmitt þetta. það er stífla í höfðinu á mér og ég býð hana velkomna. ég trúi ekki á þetta stífla flæði. ég er búin að komast að því að ég reisi stíflurnar sjálf svo ég geti látið flæða. eða það getur verið að guð geri það... ég allavega elska lífið.

Engin ummæli: