28 maí 2007

Ella Stína í bíó

Sjóræningjamyndin mikla greip hug og hjörtu Ellu Stínu en hún var svo heppin að tvíburasynir hennar ásamt tengdadætrum hennar buðu henni í bíó tilað sjá algjört bíó, þetta voru Garpur og Ingunn, Jökull og Kristín, og svo bróðir Kristínar ásamt vinum hans. Og guess who, Keith Richard, Ella Stína finnur hjarta hafsins og hjarta gyðjunnar í sínu hjarta eftir þessa mynd og svo meiraðsegja miðnætursól og akkúrat núna er bleik rönd bak við Akrafjallið...

og tunglið gægist á milli trjánna á Drafnarstíg. En það var innflutningspartý hjá Ingunni og Garpi í dag, og það var eitt flottasta partý í heimi, og margar tegundir af fjölskyldum og kökum og atriðum og skemmtilegheitum.

Já, það er gaman að vera til. Og eiga fjölskyldu. Og lífið í brjóstinu.

Ella Stína er að springa af hamingju og kom hlæjandi úr bíóinu.

Engin ummæli: