getur einhver svarað því hvernig lásar hafa ljóðrænt gildi? Kannski er það sem er dýrmætt læst inni og einhver með sérstaka fingur, sérstaka hæfileika, sérstaka reynslu sem getur opnað og fundið viskuna, - eða ljóðið. Og eitt lítið ljóð getur verið með vængi og flögrað um í hjartanu, einmitt þegar hjartað var svo þungt og fannst því ekki geta neitt.
En ég heyrði þetta í bíómynd í gær. Ameríkanar vita allt enda eru þeir alltaf að lesa Völuspá og gríska goðafræði. Og ljóðrænt gildi. Hvaða gildi hefur ljóðið? Lásinn? Að opna og loka. Hvort sem það er blekking eða ekki blekking. Maður heldur að maður sé lokaður inni en er það ekki, maður hefur búið til blekkingu sem er svo raunveruleg en þegar raunveruleikinn er skoðaður nánar kemur í ljós að þetta var blekking og maður rammlega læstur inni.
Lásar hafa ljóðrænt gildi. Hvað þá með lásasmiðinn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli