03 júní 2007

Rödd í bréfpoka

Ef rödd þýðir líkami og bréfpoki eitthvað gamalt og viðkvæmt og bréf þýðir skilaboð eða tenging og poki... hvað þýðir poki, safn eða heild eða ílát, stundum er líkaminn þýddur sem ílát. Er líkami minn ílát sem hægt er að hella úr.

þá þýðir þetta gömul, viðkvæm skilaboð frá líkamanum.

í poka uppá hól. hóll er augljós staður. skilaboðunum er komið fyrir á augljósum stað.

en hvað þýðir poki. ílát. stendur í orðabókinni.

og sá sem hefur hreint mjöl í pokahorninu er saklaus.

hann hefur eigin rödd í pokanum. það þýðir að hann er saklaus.

sakleysi er eitt dularfyllsta sem til er.

þú getur treyst honum.

Engin ummæli: