03 júní 2007

Mín eigin rödd

Ég er alltaf að vera sniðug og með stæla, ég er ekki að skamma mig en svona er þetta, ég get alveg verið sniðug og allt það, en ég er bara að pæla samt í minni eigin rödd, kannski er ég heill kór, það getur alveg verið, en mín rödd, hvað langar mig tilað segja, hvað kviknar í brjóstinu, kannski einhver stuna bara, sem líður útí nóttina og ég er orðin syfjuð og samt er nóttin björt, og samt langar mig að segja eitthvað og geðlæknirinn minn sagði mér að hætta að analýsa, og þá vaknar þessi eldur, eða vatn, eitthvað sem ryður sér leið, ég er bara svo sterk og svona er mín eigin rödd í kvöld, þvæld og ruglingsleg, ég hef legið undir fargi í dag og fundið hvað ég er þreytt, komst varla útí búð, en það er eitthvað sem mig langar tilað segja og mig langar að vera góð. og mig langar að lífið komist að.

og mig langar til að hlýða.

Engin ummæli: