21 júní 2007

Önnur gáta

Hér er önnur gáta:

Ella Stína var alltaf að þræla sér út og svo refsaði hún sér fyrir að þræla sér ekki nóg út.

Spurt er: Hvernig getur hún hætt þessu?

Því ef hún hættir þessu hrynur heimsveldið.

Heimsveldið byggir nefnilega á sterkum stoðum.

Ella Stína getur auðvitað haldið þessu áfram að þræla sér út og refsa sér, en það er ekki verið að spyrja að því.


Vinnið fyrstu verðlaun!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ella Stína þarf að fá sér góða konu.

luv, ER

Nafnlaus sagði...

Góða konu! Frábær hugmynd. En eru góðar konur ekki útdauðar? En ef þær eru ekki útdauðar á Ella Stína þá að stilla henni upp í heimsveldinu og allt fellur í ljúfa löð.

Myndi semsagt þessi góða kona þræla sér út og refsa sér.

Ertu að segja að Ella Stína sé góð kona.

Hér lætur Ella Stína þau boð út ganga í heimsveldinu að hún sé hætt að vera góð kona... og hrynur þá heimsveldið.. heimsveldið þessarar góðu konu ... Ella Stína er bara sjö ára og strax orðin góð kona... eiga stelpur þá engan sjens, Ella Stína hélt hún væri svona Lína Langsokkur eða allavega Ella Stína prumpustrokkur en ef hún er strax orðin góð kona hvenær má hún búast við að deyja, hverjar eru lífslíkurnar fyrir góðar konur, ...?

Good girls go to heaven, bad girls go everywhere.

Er heimsveldi Ellu Stínu á himnum?
þe. einhver tapaður engladraumaheimur, Ella Stína er í panik einsog sést á öllum þessum orðum, nú getur hún ekki hætt, hún skrifar og skrifar og skrifar og svo hugsar hún ég hefði átt að skrifa þetta og þetta og þetta en ekki þetta og þetta og þetta,

hvernig gat góð kona byggt upp heimsveldi. sennilega er þetta ekkert heimsveldi. heimsveldið er að hrynja, það var blekking, en þá glottir Ella Stína við tönn úr Íslendingasögunum og segir sigrihrósandi:

Blekkingin er sterkari...


ekj