13 júní 2007

Höfnun Ellu Stínu

Ég er að bíða eftir höfnun svo ég hrökkvi í gang. Eða einsog maðurinn sagði: Ef ég fæ höfnun, þá er ég fínn.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þá ertu ekki að tala um höfn?

Nafnlaus sagði...

Það gæti nefnilega verið, ég er afskaplega hrifin af höfnum...mmmmmm.....

Nafnlaus sagði...

já svona mikið hrifin af höfnum, þá er ég ekki endilega að meina bryggjur, þótt þær séu ómótstæðilegar sérstaklega ef það er harmóníkkuleikari og Gullborgin liggur við bryggju, en ert þú að tala um höfn???

og þú gætir kannski gefið mér merki hver þú ert svo það sé hægt að draga þig til hafnar og ég geti kallað út hafnsögumanninn, það er blús í útvarpinu, en mér hefur tekist það ómögulega, að fá Hollendinginn fljúgandi til hafnar, það hefur engum tekist nema mér og þessi höfn var pókerandlit. Já já. Annars er höfnun líka merkileg, það eru allir kassarnir sem standa á bryggjunni merktir hö hö hö. sprengiefni. ef mann vantar svoleiðis.

en þegar ég var tvítug á Ísafirði þá þótti mér svo vænt um togarana, já það er hægt þykja vænt um togara, en þegar þeir voru allir komnir í höfn, það var eitthvað svo eitthvað svo dásamlegt.

En Ella Stína þekkti höfnun svo vel, það má segja að það hafi verið hennar öryggi, þegar maður þekkir eitthvað svona vel, en þegar Ella Stína hafði brotnað svo og svo oft niður útaf höfnuninni já þá viti menn, þá reisti hún höfn og hún var ekkert að stressa sig á því að tala við hafnarmálastjóra eða neitt, nei nei, hún reisti bara höfn og akkúrat núna standa dýpkunarframkvæmdir yfir.

ekj.

Nafnlaus sagði...

ps. Svo er annars y-lon í fyndist af því það er viðtengingarháttur þátíðar.
guess who: strikamamman náttúrlega

Elísabet sagði...

hvernig er þetta, ætlar hinn nafnlausi ekki að gefa sig fram!?

Nafnlaus sagði...

Æ, fyrirgefðu. Svona á ég strik að færa líka. Og fer yfir þau og undir. Ég er ég Ó.Ronaldsdóttir

Ég er höfn. Býð í kaffi og hjúplakkrís með...

Nafnlaus sagði...

ég var auðvitað farin að halda að þetta væri einhver sjarmör sem væri að leggja netatrossurnar fyrir mig og þá uppí landhelgi ef hann væri í höfn, já ég hélt hann væri loksins í höfn, sjáðu til en ég sé hann útvið sjóndeildarhringinn,

nú eða þá að gera hosur sínar grænar, búinn að kaupa sér litarefni og allt og amma búin að prjóna hosurnar og allt að verða klárt og ég ætlaði að fara pússa... pússa hvað... pússa skóna nei, pússa silfrið nei, pússa okkur saman.

I am such a boss.

Elísabet

Nafnlaus sagði...

sá ekki þetta með hjúplakkrísinn og kaffið fyrren of seint, lá í gullsófanum og horfði á Denzel, einmitt eina ferðina enn, ansi góður aukaleikari þarna einn, man aldrei hvað hann heitir en snillingur með ótrúlegt andlit, og svo kláraði ég alveg stórmerkilegt verk í kvöld, eða ég myndi reyndar segja, og enn stórmerkilegra að ég hafi klárað það.

Klár í slaginn.

Mig langar í saltkjöt. :)