24 júní 2007

Dansað við sjóinn

Ó ... þetta ó kom óvart. Það er svo margt fallegt hægt að segja. Þegar ég fór í göngutúr í gærkvöldi í miðnætursólinni og dansaði við sjóinn og fann skel ég lét í öldurnar - handa Susie - og furðulegt hvítt fyrirkomulag einsog hásæti og öryggi úr rafmagnstöflu og mér fannst það vera tákn ástarinnar og hugsaði, ég læt það fara. Og svo fór ég að syngja þessa laglínu... það er svo margt fallegt hægt að segja ...

Svo núna áðan var ég að tala við barnabörnin og Jóhanna er búin að semja lag við textann og bæta við... glitrandi tunglskin... hönd þín... ástin ein... og amma ég horfi í augun þín!

Alexia var hinsvegar að fara á kakkalakkaveiðar með pabba sínum og ég lofaði að kalla hana Alexíu Kakkalakkabana ef vel tækist með veiðarnar.

Og Mánadís kvaddi með orðunum: Ég elska þig, þú ert besta amma í heimi.

Þá hafði ég spurt hvort kakkalakkarnir segðu: Hér komum við kakkalakkarnir, þegar þeir gerðu innrás og Mánadís svaraði: Ég held það.


Það er svo margt fallegt hægt að segja.

Engin ummæli: