20 júní 2007

Þriðji áhorfandinn

Þið munið eftir Sirkus Ellu Stínu þar sem voru tveir áhorfendur, annar grátandi en hinn sofandi. Ella stína var alltaf að reyna fá þriðja áhorfandann en vissi ekki hvernig hann átti að vera.

4 ummæli:

Katrín sagði...

Hlæjandi... það þarf einhver að hlæja í þessum heimi

K8

Nafnlaus sagði...

Já, einmitt, tilhvers þarf að hlæja í þessum heimi, er ekki jafn nauðsynlegt að gráta, en burtséð...nei það minnir mig á lagið "always look at the bright sides of life..." en burtséð frá þessum pælingum því geðlæknirinn minn sagði ACTION WITHOUTH ANALYSIS.

og hvernig hlátur ertu að meina, ertu að meina karnivalskan gróteskan hlátur, fliss, hlátursrokur, emjandi hlátur, hlátur með lokaðan munninn, hlátur inní sér, hvernig hlátur er þetta, um leið og ég hætti að skapa finn ég þreytuna.

hlær hann svo mikið að ella stína fer að steppa einsog shirley temple???

og hlær hann þegar ella stína er að hugga grátandi áhorfandann og hlær hann að auðu sviðinu og sofandi áhorfandanum, hlær hann af því hann er orðinn vitlaus, hlær hann einsog vitlaus maður.

hlær hann svo mikið að þessi sem sefur vaknar og þessi sem grætur hættir að gráta, hlær hann svo mikið að ella stína hættir í sirkusnum, og ef þau fara öll að hlæja gæti ég trúað ellu stínu tilað leggja sirkusinn niður, hún hættir alltaf þegar þetta er komið og skiptir um leið.

en hún sópar auðvitað gólfið.

ha ha ha ha ha ha....

elísabet

ps. Ég á vinkonu sem er kölluð Hlátursskjóðan. Þetta er kannski hún og þá horfir málið töluvert öðru vísi við.

En hún myndi bara hlæja ef Ella STína reisti sig upp frá þessum grátandi áhorfanda og pældi ekki í þessum sofandi áhorfanda og snýtti sér í vasaklút.

Ella Stína elskar vasaklúta. Og að veifa vasaklútum. Frá bryggjunni eða um borð í skipinu.

Jæja ég er hætt þessu kjaftæði.

Katrín sagði...

Ég segi bara eins og geðlæknir action without analysis- LAUGHTER WITHOUT ANALYSIS!

Verum ekkert að flækja þetta að óþörfu - áhorfandinn bara hlær :)

Annars mjög ánægð með ferðina til Skagafjarðar- en ætluðum við ekki alltaf á Sómastaði að skapa list?

K8

Nafnlaus sagði...

Ef áhorfandinn hlær bara þá er hann fáviti.

Hlátur er alltaf rökréttur,
einsog ástin.

Jú, Sómastaðir.

Opnum Sómastaði.