02 júní 2007

Guðrún og Snorri goði

Eitt af því sem sannar að Laxdæla er skáldskapur er að Guðrúni skuli fá Snorra goða tilað ráða draumana sína, - annars hefði hún gert það sjálf. En í skáldskap verður einhver annar að gera það og verður þar með lykilpersóna. Snorri verður lykilpersóna og læsir Guðrúnu inní heiminum, draumaheiminum hennar sjálfrar. Sú setning sem kemur henni út úr þessum heimi öllum er frægasta setning sögunnar: Þeim var ég verst er ég unni mest. Þarna brýst Guðrún út úr heimi Snorra goða en aðeins með leyfi höfundar. Ef Guðrún hefði ráðið draumana sína sjálf einsog ég geri venjulega með mína, stundum þó ekki fyrren eftir á, (húlk) þá hefði ekki orðið nein saga, engin tengsl við aðrar persónur. Kannski var Guðrún að hugsa þetta allt eftir að hún heyrði ráðninguna og höfundurinn einhver írskur og desperat sem hafi viljað verða frægur og fá að ríða.

Engin ummæli: