Sporðdrekinn og Leonardo DiCaprio
Mig dreymdi sporðdreka í nótt, hann var heill, sást vel, virkaði stór í draumnum. Þegar ég fletti upp á Sjamanisma-síðunni kom í ljós að Sporðdrekinn þýðir:
Attacking from the rear
Death and rebirth
Transmutation of poison
Reflecting dark and negative energy back to its sender
Þetta er semsagt lækningarmáttur Sporðdrekans.
Það merkilega er að mig dreymdi líka Leonardo DiCaprio og þegar ég gúgglaði hann kom í ljós að hann er fæddur í Sporðdrekamerkinu 11.nóvember 1974. Leonardo var hér í hálfsíðum frakka og var á hóteli á Íslandi, hann var eitthvað að þvælast í anddyrinu en hékk mest upp við upplýsingaborðið. Ég átti að fara með honum í bíó. Við fórum í bíó, ég man ekki hvaða mynd við sáum en það fór bara vel á með okkur, eina setningin sem ég man eftir að hafa sagt við hann er:
Stundum þekki ég þig, stundum ekki.
Sometimes I know you, sometimes dont.
Hann var bara einsog venjulegur maður og þá þekkti ég hann ekki sem heimsfrægan leikara. Stundum sá ég að þetta var hann. Mér fannst einsog hann ætlaði að koma aftur, því svo kvöddumst við og þetta voru svona góðir straumar á milli okkar, eitthvað nýtt og spennandi en ekkert endilega kynferðislegt en gæti samt verið. Aðallega var það eitthvað plain. Eitthvað opið, streit, fallegt. En líka dularfullt.
Nema svo hitti ég vinkonur mínar nokkrar sem stóðu í hnapp, þám. Elísabet Ronaldsdóttir og svo einhver Þóra sem bjó víst í kjallaranum á húsinu mínu. Ég sagði þeim að ég hefði farið í bíó með Leonardo DiCaprio og nú ætlaði ég að rífa niður vegginn milli eldhússins og borðstofunnar. Þá urðu þær reiðar og þessi Þóra í kjallaranum hótaði að flytja.
Nú væri gaman að fá ráðningu á draumnum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli