19 júní 2007

Guðinn Janus

„Janus var talinn með æðstu goðum Rómverja en Grikir þekktu hann alls ekki,“ segir Jón Gíslason í hinni óviðjafnanlegu Goðafræði Grikkja og Rómverja frá 1944. „Sumir álíta að hann muni í fyrstu hafa verið goð sólar og ljóss. En snemma verður hann goð alls upphafs og byrjunar og öðlast þannig hina mestu þýðingu , bæði í einkalífi og opinberu lífi Rómverja.“ Jón segir frá því að í byrjun janúar var aðalhátíð Janusar – menn skreyttu hús sín blómsveigum og lárviðargreinum og færðu guðinum brauð, vín og reykelsi. Upphaf hvers dags var einnig í vernd Janusar, og Rómverjar hétu á hann þegar þeir hófu eitthvert verk – á Forum Romanum gengu hermenn um hof hans á leið í styrjöld. „Janus var einnig guð farsællar inn- og útgöngu í öllum húsum, strætum og borgum. Hann var verndarvættur og vörður allra hliða og dyra. Festu menn upp mynd guðsins yfir húsdyrum. Voru á henni tvær ásjónur. Horfði önnur út en hin inn.“



Þessi umræða spratt öll af reynitrénu og sér ekki fyrir endann á. Ég skal svo blogga meira um reynitréð. Það eru í því vasaklútar að armenskum sið og glerkúlur að afrískum sið. Ég elska ykkur.

Og eitt enn. Guðinn Janus var úr Rómaveldi þótt sjálfsagt hann átt sér dýpri rætur einsog flestir guðir og oft búinn að skipta um kennitölu en það leiðir hugann að því að við erum stödd í Heimsveldi Ellu Stínu og kannski vantar það heimveldi guð, hof, dyr eða lása, lárviðarsveiga. Já og andlitin tvö. Reyndar vantar mig ekki neitt. Ég elska ykkur.

2 ummæli:

Kristín Bjarnadóttir sagði...

já er ekki janus einmitt með lykillinn að reynitrénu? fann þennan hlekk með mynd sem má líka klikka á:
http://www.pantheon.org/articles/j/janus.html

Love you blóm, elísabet fjallablóm sem ræktar Heimsveldi Ellu Stínu

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir linkinn.

Ég held þetta sé einmitt guðinn sem mig vantar með tilliti til einnar lítillar sögu sem ég hef hripað uppá síðkastið.

Merkilegt. Og með lykil í hægri hendi.

Og fjögur andlit.

Lásasmiðurinn í New York hefur greinilega verið Janus.

Hér er sól sól sól.

Og þetta með endinn og byrjunina, þessa hárfínu línu, því jafnvel þótt maður vildi segja: Byrjun er endir og endir er byrjun, þá er það ekki hægt þótt það sé hægt, en það er þessi hárfína lína eða stærðfræði.

Ætti kannski að spyrja Jökul um þessa stærðfræði.

Elska þig knús og takk fyrir að vinkona mín.

Þín Elísabet