09 júní 2007

Hið fína komment

Nú getið þið góðir gestir gefið komment í gríð og erg. Það er búið að laga kommentdótið og það var snillingurinn hún Elísabet Ronaldsdóttir sem gerði það, og fær hún krilljón kossa og knús.

Ég talaði við Mánadís og hún hafði fengið RUGGUHEST í afmælisgjöf og hún sagðist elska mig. :)

Svo gerði Víkingur jafntefli í kvöld. Það var gaman að horfa á leikinn og sérstaklega á Jökul númer tíu.

En svo er það sagan hér að neðan um manninn sem vill ekki bjóða konunni í kaffi af því honum finnst ekki nógu fínt hjá sér og konunni finnst hún ekki nógu fín tilað fara útað borða. Hvernig eiga þau að ná saman??? Því það gæti verið að manninum fyndist ALDREI nógu fínt hjá sér og konunni fyndist hún ALDREI nógu fín. Og þá eiga þau á hættu að fjarlægjast?

Er þetta þeirra leið til að fjarlægjast?

Hvaða tilgangi þjónar fjarlægðin?

Vilja breyta þessu?

Hversu fínn verður maður að vera?

Hvað er fínt?

Er þetta aðferð til að lifa af, þe. maður er aldrei tilbúinn tilað deyja, maður er aldrei tilbúinn tilað fá konu í kaffi til sín, kona er aldrei tilbúin að fara borða með manni, - þetta er kannski hræðslan við dauðann.

Og ef þetta er táknrænt dauði sem drepur spennu og kemur fólkinu á jörðina, já hvað þá.

Og ef þetta er hræðsla við nálægð, - er eitthvað í því að gera. Hvað er svona gott við nálægð? Þau gætu hreinlega klesst á eða klesstst saman. ´

Hræðsla við nálægð. Það hljómar nottla einsog maraþonnámskeið í samskiptum. Nútímamaðurinn má ekki vera hræddur við nálægð, hann á sýna tómleikann og allt eins nálægt og hægt er, til hvers, svo hægt sé að:

Skoða?
Lækna?
Deila?
Skafa burt?
Færa í letur?

Ég er hrædd við nálægð. Nálægð tekur tíma. Ég er líka stundum hrædd við tímann. En ekki ef ég sest niður og horfi á sjóinn. Þá kemur andardráttur.

Nú er ég orðin úrvinda og það farið að bitna á textanum. Og ég farin að analýsera, en geðlæknirinn minn stakk uppá því að ég hætti að analýsera og bara gerði það sem mig langaði til, ekki misskilja þetta, tildæmis ef mér fyndist ég ekki nógu fín, þá færi ég að hugsa afhverju ég væri ekki fín og hvað ég gæti gert tilað verða fín, og ef ég hætti að analýsa þá er ég bara fín og samkvæmt því get ég hringt í manninn en hann er sennilega farinn að sofa.

ÞETTA ER ORÐIÐ FÍNT.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert fín og ég er aldrei hrædd við þig - þó þú sért bæði nálæg og takir tíma. :)

luv, ER

Nafnlaus sagði...

Oh, yndislegt komment, í mínu hjarta, ég er orðlaus, orðlaus af þessari ástaryfirlýsingu, takk, ég fór útí búð í dag og keypti djús og mjólk og vinkona mín kom í heimsókn og við sátum á tröppunum,

ég er heldur aldrei hrædd við þig, vil hafa þig nálægt í langan tíma,

knús, elísabet