Og fyrir hvað var Ella Stína svo dæmd? Jú einmitt, fyrir að vera Ella Stína. Svo smámsaman hætti hún að vera Ella Stína.
Sérstaklega þegar voru komnir 30 lögfræðingar í spilið og réttarhöldin fóru fram í skítaholu og rafmagninu sló alltaf út og rotturnar nærðust á málsskjölunum. Já þá hætti Ella Stína að vera Ella Stína.
Réttarhöldin féllu niður. Ekkert gaman lengur.
Ella Stína hafði verið blíð, góð, kotroskin, ráðagóð, skemmtileg, gáfuð, kunnað fullt af vísum og sagði sögur og kommenteraði. En þetta breyttist semsagt þegar hún var dæmd fyrir þetta allt, já þá varð hún allt öðru vísi, andstæða þess sem hún hafði verið og var ekki lengur Ella Stína.
Svona geta örlögin nú verið börnin góð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli