Vinátta okkar Heiðars er að þróast en hefur hingað til einkennst af því að við tölum saman, frá þremur tímum uppí sex tíma og þá kemur ein setning sem gerir gæfumuninn. Hluti af samræðunum fer í það að horfa útí loftið, hika, stama, taka skorpur og svo allt í einu kviknar eitthvað. Einsog á Café París um daginn segir Heiðar: Veistu ég skil hann ekki, ég skil bara allsekki þennan mann.
Þessi hann er maðurinn sem ég er skotin í.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli