Ella Stína var alltaf að rústa öllu. Hún tildæmis rústaði öllum brúm sem hún var búin að byggja milli sín og vina sinna og fjölskyldu. Ef fjölskylda og vinir komu í heimsókn fékkst ekki orð uppúr Ellu Stínu því hún var svo upptekin við að hugsa: Afhverju rústa ég alltaf öllu. Það endaði með því að vinirnir og fjölskyldan gáfust uppá henni og fóru, Ella Stína var ein eftir og þá hún sagði upphátt: Afhverju er ég alltaf að rústa öllu.
Og þá vissi hún það! Það var til að geta sagt þetta upphátt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli