17 júní 2007

17.júní hjá Ellu Stínu

Ella Stína vaknaði eldsnemma og lagði kókdós að minnismerki Ingólfs Arnarssonar.


Minnismerkið er landnámsskálinn í Austurstræti, öðru nafni Disney-skálinn þarsem hægt er að ýta á takka og heyra í Andrési Önd og kókdósin var auðvitað tóm.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bravó.

Sjálf bugtaði ég mig, og mín ómegð, yfir leiði Jóns. Eftir að aðallinn var horfin á brott. Ekkert kók skilið eftir fyrir hann, ekki einu sinni dós.

En Birta gaf honum gulan broskall. Ég held hann kunni að meta það.

kv. ERogómegðinbjarta

Elísabet sagði...

Já ég sá myndina af Birtu, besta myndin af Jóni hingað til, og bráðskemmtilegt blogg um 17.júní, alveg guðdómlegt. þú ert krútt og krútt og krútt. ég og mamma fórum í bæinn, ég leitaði að saddam blöðru handa mömmu en fann enga svo við sátum bara og töluðum um reaktion. reaktion við áföllum. einsog þegar hún fór að skúra gólfið þegar pabbi dó og svona. en það var skemmtilegt að fara með mömmu í 17.júní og við fengum okkur pönnukökur, love you babe. þín elísabet og til hamingju með steinunni, ég kommentera við tækifæri, ég var nefnilega að borða saltkjöt. ó ó ó. þetta voru broskerlingar.

Elísabet sagði...

ó - er broskerling með tannstöngul eftir að hafa borðað saltkjöt. ó

Nafnlaus sagði...

Ó