18 júní 2007

Reynitréð í garðinum

Það vex reynitré í garðinum mínum. Ég tala stundum við það, ekki mikið, en í morgun hrósaði ég því sérstaklega fyrir að hafa teygt sig upp yfir þakrennuna. Svo vaxa á því hvít blóm.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Reynitré! rétt eins og heima! fallegt ...svona raunveruleikablogg?

Nafnlaus sagði...

já þetta er lítið raunveruleikatré.
annars er vinur minn að finna táknkerfi fyrir raunveruleikann.

búin að vera í raunveruleikasól í dag með skólafélögum mínum, spila ólsen ólsen og ræða nýtt táknkerfi fyrir raunveruleikann og drekka mikið appelsín.

á von á tvíburunum. lífið er svo fallegt, svo fallegt, raunveruleikafallegt.

veist þú annars kæri heimspekingur eitthvað um lása... og ljóðrænt gildi þeirra.

raunveruleikaknús.

Nafnlaus sagði...

þetta var raunveruleikaelísabet sem kommentaraði hér að ofan.

ekj

Kristín Bjarnadóttir sagði...

fínir raunveruleikar hjá yður frú leikhúsdrottning!

Nafnlaus sagði...

jú, lásar þýða í kínverskri táknfræði langt líf og góð heilsa, þ.e. lásinn útilokar dauðan, læsir lífinu þannig.

mig grunar að lyklar séu ljóðrænni í okkar vestræna heimi ... því lykilinn býðu upp á bæði opnun og lok lok og lás ... lykillinn getur líka táknað frelsi, þekkingu, hið mystiska, vigslu og sjálfan öxul allra krafta.
Raunar er talað um að guðinn Janus hafi fundið upp bæði lásinn og lykilinn!

Nafnlaus sagði...

Hvað kom á undan? Lykillinn eða lásinn? Kannski Janus hafi verið lokaður maður eða hættulega opinn?

kv. ER

Nafnlaus sagði...

Það er aldeilis að reynitréð kveikir líf í heilans garði...

enda mikið verið fylgst með því í 17 ár. Reynitréð er kannski lykillinn að ...

augnablik, ég ætla skreppa og sjá hvað kemur.

og ástardísir og andans krúsir, og elskurnar mínar, takk fyrir kommentin ykkar.

ég elska ykkur.

Nafnlaus sagði...

Má ég telja mig til krúsar?

luv, ER

Nafnlaus sagði...

Elísabet mín, þú ert ein aðalkrúsin, þú ert margar krúsir, og það vex blóm í þeim öllum, því einsog segir í vísunni:

því hvað stoðar auður og afl og hús
ef ekkert blóm vex í þinni krús.

ást og krús, Elísabet þín