07 júní 2007

Viðhorf til karlmanna

Tilfinningar okkar og hugmyndir mótast af viðhorfum okkar. Það gleymist stundum. Ég sat í þrjá tíma á Hressó í dag með vini mínum og hann var að tala um viðhorf sitt til kvenna, sem hann sagði helgast af því að þær ættu að vera heilagar og væru jafnframt dómarar yfir honum. Svo ég fór að hugsa um viðhorf mitt til karlmanna:

1. Þeir eru mikilvægir. - Það á að hugsa stöðugt um þá.

2. Þeir eru fjarlægir. - Það á stöðugt að vera reyna nálgast þá eftir öllum kúnstrarinnar reglum. Og alltaf reyna að ráða í háttalag þeirra.

3. Þeir eru dómarar. - Þeir dæma mig og þannig er ég.

4. Þeir stjórna með þögn og augnaráði. Þögnin er valdatæki.

5. ÉG ER HRÆDD VIÐ KARLMENN. Ég var hrædd við pabba minn og held ég eigi að vera hrædd við karlmenn, ég er ekki jafningi þeirra, ég á að vera á nálum gagnvart þeim.

Það er þessi hræðsla já.

Þetta er alkóhólískt samfélagslegt viðhorf. Ég er hætt að sofa hjá. Ég tildæmis er mest að pæla í einum karlmanni sem gæti lesið þessa síðu og pæli stöðugt í hvað honum finnst, og hvað ætla ég að gera ef ég þarf að bjarga lífi mínu og hrópa á hjálp, þegar andlit prinsessunnar afmyndast af hjálparbeiðninni.

Prinsessan: (Afskræmd af öskrinu, hræðslunni og öllu því) HJÁÁÁÁÁLP.

Prinsinn: Því miður, þú ert ekki nógu sæt.

Þá er mjög gott að geta sagt: FUCK IT.

Prinsessan: FUCK YOU.

Prinsinn: Fyrirgefðu, ert þú ekki heilög?

Prinsessan: Fuck you, fuck you, fuck you.

Prinsinn: ÞÚ ERT HEILÖG OG ÁTT AÐ VERA HEILÖG. (Byrjar að berja prinsessuna)

Engin ummæli: