15 júní 2007

Ella Stína rotar selinn

Eða Ella Stína? Stundum má hún fá frí. En ég Elísabet er með geðsjúkdóm, reyndar tvo, geðhvörf og alkóhólisma, og slatta af þráhyggju og paranoju en það er nú bara bland í poka miðað við stóru súkkulaðistykkin. Svo eru sumir dagar þannig að þótt ég hafi ekki veikst í átta ár af geðhvörfum og ekki af alkóhólisma í 14 ár, þá stundum rísa þessir sjúkdómar upp einsog drekar og leggja allt í rústi með einu andvarpi. Þá lækkar sjálfsálitið, sjálfstraustið fer, efasemdarköstin skella á mér, og þótt ég fari með bænir, tali við trúnaðarkonu þá gagnast það ekki neitt, ekki fyrren en ég fer að skrifa líka, eða skrifa og tala við guð og trúnaðarkonu, já og fæ kannski ímeil frá mömmu, því nú er bylgjan hjöðnuð, og allt í góðu, en ég komst að því á fótboltavelli á sínum tíma að það væri ekki einleikið hvað sjálfstraustið væri brothætt, ég sem er svo frábær!!! og það var þá sem ég ákvað að skrifa þessa bók, um geðhvörf, þá mjatlar sjúkdómurinn á bak við og segir: Þú ert geðveik, það er ekki hægt að tala við þig, vinna með þér, þú segir of mikið of lítið, og þetta er svo lágróma rödd að ég heyri hana varla, svona einsog dropinn holar steininn, ég finn reyndar í þessum töluðum orðum hvað þetta er viðkvæmt og ætti ekki að vera það, eða hjálpar mér ekki neitt að það sé svona viðkvæmt: hvað ætli lesandinn haldi!?, af því þetta er minn heimur og ég á rétt að segja frá honum, laga hann, breyta honum og allt þetta hérna. En ég þakka guði fyrir að ég geti skrifað. Takk guð. Og nú ætla ég auðvitað að vera sniðug í restina, því ég er háð því að vera sniðug, og segja að þegar ég verð búin að skrifa þessa bók, THE BIG BOOK OF MADNESS, hin stóra bók um geðveikina, þá fer ég auðvitað heim, á selnum og í fjöruborðinu þá rek ég bókina í höfuðið á selnum og slepp lifandi heim í Odda. Sæææææææææææmuuuuundur, here I come.

Ég meina auðvitað Elísabet.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já þú ert frábær og ég elska þig akkúrat eins og þú vilt vera. En ekki rota mig með bók. Þú mátt samt lána mér hana.

Hringinn í kring um jörðina og aftur til baka.. ER

Nafnlaus sagði...

ég myndi aldrei rota þig með bók, aldrei, bara selinn einsog sæmundur á selnum því einsog þú kannski manst hafði djöfullinn brugðið sér í selslíki,

en selirnir á ströndum elska þig.
og ég. og ég er að skrifa bók handa þér.

Nafnlaus sagði...

Já Elísabet, einmitt svona, já svona svona svona svona svona svona áttu að skrifa...

káhá

Elísabet sagði...

hver er káhá....