25 maí 2007
Vinstra augað
Ella Stína hafði fengið loftstein í vinstra augað, það var allavega rák í staðinn fyrir vinstra augað einsog eftir loftstein. Vinstri hlið manneskjunnar speglar hina kvenlegu hlið og hægri hliðin hina karllegu hlið. Og Ella Stína hafði semsagt fengið rák eða loftstein í vinstra augað, og þessvegna vildi hún aldrei fara í rauðu skóna sína, eða setja á sig varalitinn sinn, eða vera svolítið grimm einsog hún gat stundum verið í huganum, af því konan í henni var orðin að rák á himni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli