26 apríl 2008
Garpur og Jökull eiga afmæli í dag
Til hamingju hamingju hamingju út og suður. Já ég fór í afmælisveislu og hringdi afmælissímtal, þetta er svo merkilegur dagur, keypti mér blómvönd, appelsínugular rósir sem er tákn fyrir lífskraftinn sem synir mínir hafa gefið mér enda fékk ég appelsín hjá Garpi og þegar ég hringdi í Jökul sagðist hann hafa verið að vona ég hefði gleymt deginum. Meira appelsín.
25 apríl 2008
Í dag dó pabbi
Jebbs, fyrir þrjátíu árum, blessuð sé minning hans, það var aprílsólarkuldi og allt annað samkvæmt útreikningum. Ég var að hugsa um að baka köku og fara með útí kirkjugarð ha ha ha, djók, nei bara svona táknrænt baka þessa einu köku sem ég kann, Heimilisfrið, og borða hana sjálf, hakk, hakk, hakk, namm, og handa gestum, ég meina hvaða gestum, þessum eina gesti í höfðinu á mér, hallúín, mig langar soldið að lesa leikrit honum til heiðurs, en pabbi myndi sennilega vilja að lífið héldi áfram og hans yrði kannski bara minnst á blogginu, eða gogginu, annars er ég að skrifa leikrit, og bloggdísin situr uppí tré á meðan, ég sé ekki að það hafi bæst við komment, þetta var soldið biturt en örugglega mér að kenna einsog allt annað í lífinu einsog ég taldi þegar ég fór í Jesúmaníuna, húlk, húlk, húlk. Man ekki eftir fleiru í bili, þarf að fara mjólka beljuna.
24 apríl 2008
Stjarna kvöldsins
Kolbrá litla systir mín var stjarna kvöldsins í afmælinu mínu, hún flutti ræðu sem var listaverk, fyndin, ástrík, klikkuð, ótrúleg, flott, falleg, innihaldið og flutningurinn, svo var Kolbrá svo sæt, en þessi ræða er núna umtöluð um allt land, og krakkarnir í skólanum segja: Ég hef aldrei heyrt jafn góða ræðu, hún var geðveik.
22 apríl 2008
Opið hjarta
Afmælisveislan mín var einsog opið hjarta, gestirnir voru svo fínir, það var svo bjart, það var svo undursamlegt, lítill alheimur í lófanum á mér, takk fyrir að koma.
21 apríl 2008
Komin heim
Meðvirkni er rosalegur sjúkdómur. Og ég elska Michael Faucault. En meðvirkni breytir manni í grjót, einsog að finnast maður þurfa blogga um afmælið sitt af því annars verði einhverjir móðgaðir. En lífið er dásamlegt.
18 apríl 2008
Kristínar galdur Bjarnadóttur
Nú andar Iðnó ósk með hverjum gesti
um unaðsbjarta framtíð Ellu Stínu
hún streymi inn í skáldatárin fínu
svo stelpan lifi gegnum brak og bresti
Þú fjallablóm og furðufuglinn besti.
*
Birt án leyfis.
um unaðsbjarta framtíð Ellu Stínu
hún streymi inn í skáldatárin fínu
svo stelpan lifi gegnum brak og bresti
Þú fjallablóm og furðufuglinn besti.
*
Birt án leyfis.
16 apríl 2008
16. apríl 2008
Ég á afmæli í dag, bara rétt 50 ára, ójá, og nokkrir kjólar hangandi uppá vegg, afmæliskveðjur hafa borist í stríðum straumi, símtöl og sms, ótakk, Garpur, Ingunn, Embla Karen og mamma komu hér í morgun, yndislegt, ætlaði varla að trúa eigin augum, og Kristjón hringdi, dásamlegt að heyra í honum, en ég er að skrifa smá í Hollywoodleikritinu mínu, og punta mig, og sækja Unu og svona vantar mig naglalakkara, annars er ég orðlaus af allri þessari ást. Ellý Kristínarmamma, hringdi, hún kemst ekki, ég sendi henni góða strauma svo henni batni fyrir kvöldið.
Í kvöld tekur gleðin öll völd.
Í Iðnó kl. 20 ef ég hef gleymt að bjóða einhverjum.
Í kvöld tekur gleðin öll völd.
Í Iðnó kl. 20 ef ég hef gleymt að bjóða einhverjum.
15 apríl 2008
Í hámarki
Undirbúningur er nú í hámarki, búið að bjóða tæplega tvöhundruð gestum, spilað verður á marimbu, seiðandi karabían hljóðfæri í upphafi, ég með bundið fyrir munninn, hvaða munn ha ha ha. Söfnun fyrir nýju brosi, djókaði Gummi vinur minn í Nóatúni, nýtt bros, ekki alveg búin að skilja merkinguna, bara brosið, bros já. Broskerling.
Svo er ég búin að kaupa tvo brjóstahaldara, venjulega á ég bara einn og hann er í mér alltaf, en ég keypti tvo sem komu mér á óvart, og já. Búin að lofta út, og þarf að panta hárgreiðslu, og vúmm, svo fann ég kjól í kjólaskápnum, viltu pæla. Saga hans kemur síðar. Kannski held ég ræðu um kjólinn. Ég er svo hamingjusöm, varð of stressuð áðan, en er nú heima og það er best.
Svo er ég búin að kaupa tvo brjóstahaldara, venjulega á ég bara einn og hann er í mér alltaf, en ég keypti tvo sem komu mér á óvart, og já. Búin að lofta út, og þarf að panta hárgreiðslu, og vúmm, svo fann ég kjól í kjólaskápnum, viltu pæla. Saga hans kemur síðar. Kannski held ég ræðu um kjólinn. Ég er svo hamingjusöm, varð of stressuð áðan, en er nú heima og það er best.
Gestur frá Írlandi
Una vinkona ákvað að koma í afmælið, þvílík dásemd og heiður fyrir afmæliskonuna. Hún kemur yfir hafið og langar að sjá eldfjall og afmælisbarnið, þetta hefur djúpa merkingu fyrir mig.
14 apríl 2008
Ömmutvíburastelpurnar eiga afmæli!!!!
Jóhanna og Alexía eiga afmæli í dag, þær eru ellefu ára, hvorki meira né minna, þessar fallegu fögru dásemdardísir, prelluprinuprakkarar, orkubúnt, gáfnaljós, heimspekifiðrildi, teiknarar, skáld, söngvarar og undur heimsins. Æ, hvað ég vildi ég væri í afmælinu þeirra. En ég kem bara næst! Ég fór einusinni til Spánar í afmælið þeirra, þá urðu þær átta ára og voru í hvítum alheimskjólum. Fallegu systur, til hamingju hamingju, Elísabet amma knús knús knús.
13 apríl 2008
Ein guðdómleg persóna...
Emla Karen kom í heimsókn ásamt foreldrum sínum Ingunni og Garpi, og það varð allt með öðrum brag í húsinu, ...svo töfrandi undursamlegt, hún brosir svo fallega og hefur húmor, ég fékk að halda á henni og þegar ég hugsa um það fæ ég tár í augun, einsog blómin sem eru í norðurglugganum og blómstruðu hvítum blómum og svo komu dropar úr blóminu, einsog tár sem stirndi á, og ég borðaði blómadropana, sætir á bragðið, lífið er eitt undur, eitt titrandi kraftaverk, ég er svo þakklát. Og svo fór ég á ball, já ég fór á ball og ein ung tilvonandi leikkona sagði ég væri flottasta kona á Íslandi, ég held bara ég hafi roðnað, og vinkona mín Elísabet Ronaldsdóttir kom í sykur, og hún er algjör snillingur og veit meira um leikritið mitt en ég, hún tekur bara skærin á þetta einsog fótboltamennirnir. Já já já... það er jáið sem gildir.
*
Já, og svo á Illugi bróðir minn afmæli í dag...hann er svo góður og skemmtilegur og sætur og mikill snillingur, umfram allt svo mikill Illugi.
*
Já, og svo á Illugi bróðir minn afmæli í dag...hann er svo góður og skemmtilegur og sætur og mikill snillingur, umfram allt svo mikill Illugi.
11 apríl 2008
Hin ljúfa löð
Ég þarf ekki nema fara á fund, hringja í vini mína og fá komment og allt fellur í ljúfa löð. Og svo auðvitað kíkja á myndirnar af henni Emblu Karen og ég brosi eða reyndar, hvernig á að segja það, brosið ég.
Þegar maður fer yfirum
Einsog ég núna, stressið útaf afmælinu og leikritinu, og svo er ég búin að taka til í geymslunni og allt sem kemur annað virkar einsog árás, óvæntur tími, ritgerð, fara útí búð, já ég er sennilega ekki í flæðinu heldur á beinu brautinni og þar eykst hraðinn samkvæmt öllum útreikningum, svo ég verð að reyna vera lítið blóm, eða trúður eða sætabrauðshús, og svo þarf ég að fara á fundi og aumingja ég, út með ruslið, þvo í staðinn fyrir að liggja í stressinu einsog hæna og liggja á stressinu og unga út meiri stressi, ég er með svona heila, hann vill alltaf meira stress, bara eitt stress æpir hann, og ef einhver er á þessu bloggi, ég veit ekki hvaða leyndardómsfulla fólk þetta er, þá verður það að gera vart við sig ef það langar í afmælið mitt, ég er í köku, æ æ æ. Ég er farin í leikritið. Bless.
09 apríl 2008
Einn dagur í einu
Ég lendi alltaf í sama pyttinum aftur og aftur, það hlýtur að þýða að ég fer alltaf sömu gömlu leiðina, og verð sennilega að finna mér nýja leið. Ég talaði við trúnaðarkonuna mína áðan og hún sagði ég væri of mikið í útkomunni. Einmitt. Í staðinn fyrir að treysta. One day at a time.
Traumað
Einu sinni var stelpa og það kviknaði í húsinu hennar og þá fór hún inní draumaheim og þar kviknaði líka í húsinu hennar.
Það var þannig að hún fór inní draumaheiminn og fann sér hús og þar fann hún nokkur blöð sem hún hafði skrifað og þegar henni varð kalt, ja hversvegna skyldi henni hafa orðið kalt, - góð spurning, en henni varð kalt og hún fíraði upp í blöðunum og eldurinn læsti sig í húsið hennar og það fuðraði upp til kaldra kola.
*
En þetta var líka þannig að inní húsinu voru nokkrir ógnvænlegir persónuleikar einsog sorgin, óttinn, grimmdin, óöryggið. Jæja ég er búin að fá nóg í bili. Eva Rún á afmæli. Og mig langar í sund.
Já, hún hélt alltaf að hún væri ein en í hvert sinn sem hún fór inní hús þá voru draugar þar, the haunted house, umsetna húsið, og alltíeinu vöknuðu þessir draugar upp af værum blundi og fóru að hræða stelpuna, og hún hélt alltaf hún væri ein, ha ha ha, en ónei ónei, hó og hei, ekki ein, persónuleikarnir vöknuðu og fóru að hrella hana, svo hún vildi ekki mikið vera inní húsum, og allavega ekki sínum eigin húsum, meira annarra manna húsum, hún sagði kannski: Má ég vera í þínu húsi. Einsog má ég vera í þínum kjól, má ég hafa þína skoðun, aha aha ha ha ha, svona var þetta nú. Og henni varð svo kalt og hún varð svo hrædd að hún fór semsagt að kveikja í því sem hún hafði skrifað tilað reyna að átta sig á þessu, já hún fann semsagt heljargreiparnar læsast um sig og andardráttinn oní hálsmálið, ógnin lá í loftinu. Púff. Búff. Átti hún að dressa þessa drauga upp eða kveða þá niður og þá hvernig.
Það var þannig að hún fór inní draumaheiminn og fann sér hús og þar fann hún nokkur blöð sem hún hafði skrifað og þegar henni varð kalt, ja hversvegna skyldi henni hafa orðið kalt, - góð spurning, en henni varð kalt og hún fíraði upp í blöðunum og eldurinn læsti sig í húsið hennar og það fuðraði upp til kaldra kola.
*
En þetta var líka þannig að inní húsinu voru nokkrir ógnvænlegir persónuleikar einsog sorgin, óttinn, grimmdin, óöryggið. Jæja ég er búin að fá nóg í bili. Eva Rún á afmæli. Og mig langar í sund.
Já, hún hélt alltaf að hún væri ein en í hvert sinn sem hún fór inní hús þá voru draugar þar, the haunted house, umsetna húsið, og alltíeinu vöknuðu þessir draugar upp af værum blundi og fóru að hræða stelpuna, og hún hélt alltaf hún væri ein, ha ha ha, en ónei ónei, hó og hei, ekki ein, persónuleikarnir vöknuðu og fóru að hrella hana, svo hún vildi ekki mikið vera inní húsum, og allavega ekki sínum eigin húsum, meira annarra manna húsum, hún sagði kannski: Má ég vera í þínu húsi. Einsog má ég vera í þínum kjól, má ég hafa þína skoðun, aha aha ha ha ha, svona var þetta nú. Og henni varð svo kalt og hún varð svo hrædd að hún fór semsagt að kveikja í því sem hún hafði skrifað tilað reyna að átta sig á þessu, já hún fann semsagt heljargreiparnar læsast um sig og andardráttinn oní hálsmálið, ógnin lá í loftinu. Púff. Búff. Átti hún að dressa þessa drauga upp eða kveða þá niður og þá hvernig.
08 apríl 2008
Thankyou
I love my brain, when my brain gets love, it keep my heart calm. So how do I give my brain love, with beauty, peace and wonder. Thankyou.
Úr minnisbókinni
Ég er ekkert skotin í honum, þetta er bara eitthvert show sem ég held uppi í hausnum á mér og hann er fórnarlambið.
*
*
Trúin á lífinu
Einu sinni var stelpa og hún var öryggislaus og óákveðin og flúði inní draumaheim en þar var hún líka öryggislaus og óákveðin. Svo hún missti alla trú á lífinu. Og það var nú ekki gott.
06 apríl 2008
Íslenska þjóðin
Vilborgu bekkjarsystur minni finnst ég eigi ekkert að vera stressa mig að bjóða fólki í afmælið og senda því ímeil, heldur bara auglýsa í mogganum: Íslenska þjóðin velkomin. Bæta kannski við: Gerum byltingu.
En ég hljóp uppí svoleiðis stress útaf afmælinu og leikritinu mínu að ég vissi ekki hvert ég ætlaði og það toguðu í mig englar og svo horfði ég á Mávahlátur, bara ansi fín, já mun betri en þegar ég sá hana síðast.
Ég og Þórhildur Hrafnsdóttir 8 ára frænka mín heimsóttum Emblu Karen, Ingunni og Garp og það var himneskt. Ég var með hausinn rauðglóandi útaf leikritinu mínu og spurði Þórhildi:
Hvernig gengur að skrifa leikritið þitt?
Það gengur vel.
Ertu búin að skrifa það.
Ég er með það í höfðinu.
Þetta er almennilegt, nota höfuðið. Þetta gerðu Drúídar, þeir lögðu allt á minnið. Svo nú segi ég ef ég er spurð: Hvernig gengur að skrifa leikritið, þá segi ég:
Það gengur vel.
En ég hljóp uppí svoleiðis stress útaf afmælinu og leikritinu mínu að ég vissi ekki hvert ég ætlaði og það toguðu í mig englar og svo horfði ég á Mávahlátur, bara ansi fín, já mun betri en þegar ég sá hana síðast.
Ég og Þórhildur Hrafnsdóttir 8 ára frænka mín heimsóttum Emblu Karen, Ingunni og Garp og það var himneskt. Ég var með hausinn rauðglóandi útaf leikritinu mínu og spurði Þórhildi:
Hvernig gengur að skrifa leikritið þitt?
Það gengur vel.
Ertu búin að skrifa það.
Ég er með það í höfðinu.
Þetta er almennilegt, nota höfuðið. Þetta gerðu Drúídar, þeir lögðu allt á minnið. Svo nú segi ég ef ég er spurð: Hvernig gengur að skrifa leikritið, þá segi ég:
Það gengur vel.
05 apríl 2008
Það blómstrar allt hjá mér
Ástareldurinn blómstrar, það eru komin rauð lítil, agnarsmá blóm á hann, í suðurglugganum, og í norðurglugganum blómstra fallhlífarnar, sem voru brúðarvendir í fyrra, hvítum fimmstjörnublómum með fimmstjörnu inní sér, og ilmar á nóttunni jasmínilminum hinum dularfulla, já svona blómstrar allt í kærleika og trú.
03 apríl 2008
Okay guys!!!!
Vitiði afhverju það er kreppa?
Það er útaf því að við erum búin að drekka upp Jöklu.
Og næst er það Þjórsá.
Það er útaf því að við erum búin að drekka upp Jöklu.
Og næst er það Þjórsá.
Konan í sundinu
Einu sinni var kona sem mátti fara í sund og hún fór í sund. Hún var með sál.
Og sálin glitraði í vatninu. Úmm. Hún fór í nuddið í heita pottinum og lét buna á mænuna, magann, iljarnar, lófana, andlitið, bun, bun, bun, og svo synti hún 18 ferðir af bringusundi, nokkrar af bakskriðsundi, einsog hnífur í vatninu, og svo baksund tilað opna fyrir örlögin, já og svo fékk hún sjeik og hitti jarðfræðing í sund og spurði hvað væri inní fjöllum, hvort væri vatn þar og hann sagði já, og hvort það væru skrímsli og hann sagði já. Og meinti dænósárus en líka hinsvegin hélt hún og lét sig hanga inní skýli svo tognaði á hryggsúlunni og stóð í sturtunni og hugsaði sér að vatn væri gert úr ljósi, úmmm, og fór svo á fyrirlestur eftir að hafa fengið sér sjeik með extra miklu af súkkulaði um Ask og Emblu og hvernig örlaganornirnar skrifuðu örlög þeirra á dyrnar hjá þeim svo Askur og Embla vissu örlög sín, og þá vissi hún afhverju stóð Elísabet Jökulsdóttir á hurðinni hjá sér, það var fyrir örlaganornirnar ef þær skyldu fljúga hjá, og þetta myndi líka standa á legsteininum hennar, og víðar, já bókunum, og svo einhverstaðar á einhverjum vörum til eilífðar... úmmmm, very nice.
Og sálin glitraði í vatninu. Úmm. Hún fór í nuddið í heita pottinum og lét buna á mænuna, magann, iljarnar, lófana, andlitið, bun, bun, bun, og svo synti hún 18 ferðir af bringusundi, nokkrar af bakskriðsundi, einsog hnífur í vatninu, og svo baksund tilað opna fyrir örlögin, já og svo fékk hún sjeik og hitti jarðfræðing í sund og spurði hvað væri inní fjöllum, hvort væri vatn þar og hann sagði já, og hvort það væru skrímsli og hann sagði já. Og meinti dænósárus en líka hinsvegin hélt hún og lét sig hanga inní skýli svo tognaði á hryggsúlunni og stóð í sturtunni og hugsaði sér að vatn væri gert úr ljósi, úmmm, og fór svo á fyrirlestur eftir að hafa fengið sér sjeik með extra miklu af súkkulaði um Ask og Emblu og hvernig örlaganornirnar skrifuðu örlög þeirra á dyrnar hjá þeim svo Askur og Embla vissu örlög sín, og þá vissi hún afhverju stóð Elísabet Jökulsdóttir á hurðinni hjá sér, það var fyrir örlaganornirnar ef þær skyldu fljúga hjá, og þetta myndi líka standa á legsteininum hennar, og víðar, já bókunum, og svo einhverstaðar á einhverjum vörum til eilífðar... úmmmm, very nice.
02 apríl 2008
Mjúk er móðurhöndin
Siðareglur mömmu þegar ég var lítil.
1. Að gefa öðrum með sér
2. Að ráðast aldrei á minnimáttar
3. Að skipta jafnt á milli
4. Að það væri ljótt að plata
5. Að það væri ljótt að stela
6. Skilja aldrei útundan
7. Glápa aldrei á einhvern sem væri öðruvísi
8. Ef einhver væri skilinn útundan ætti maður að gera eitthvað í því
9. Hjálpast að
10. Ekki stríða einhverjum sem ætti bágt
11. Ekki klaga
12. Sá vægir sem vitið hefur meira
1. Að gefa öðrum með sér
2. Að ráðast aldrei á minnimáttar
3. Að skipta jafnt á milli
4. Að það væri ljótt að plata
5. Að það væri ljótt að stela
6. Skilja aldrei útundan
7. Glápa aldrei á einhvern sem væri öðruvísi
8. Ef einhver væri skilinn útundan ætti maður að gera eitthvað í því
9. Hjálpast að
10. Ekki stríða einhverjum sem ætti bágt
11. Ekki klaga
12. Sá vægir sem vitið hefur meira
Litli skattur eða Litli Skratti
Þegar ég var lítil kenndi mamma okkur um Litla skattinn sem við systkinin fengum á kvöldin um það leyti sem við fórum að sofa eða vorum komin uppí rúm ef við höfðum verið góð. Ég innleiddi Litla skattinn á okkar heimili þegar tvíburarnir voru litlir og það leið ekki á löngu þartil þeir fóru að kalla hann Litla skratta.
01 apríl 2008
Kærleikssambandið
Ég kvaddi Kristínu tengdadóttur mína þá miklu sómadís en hún var að fara til Ameríku eina ferðina enn, Garpur kom í heimsókn og ég passaði mig á því að trufla hann ekki í tölvunni, keypti mat handa mér, lífrænan mangó og ananas safa, og ástaraldinssafa, og plokkfisk sem ég eldaði aldrei þessu vant af því ég er að læra að elska sjálfa mig, hringdi tilað skipuleggja afmælið mitt sem er ótrúleg ást í minn garð og kærleikur, KEYPTI VARALIT og eyrnapinna, burstaði tennurnar, tók lyfin mín, lýsi, skúraði bláa stigann sem var orðinn einsog í eyðibýli, þreifi VEGGI undir stiganum, borgaði skuldir gegnum símann, vaknaði snemma tilað fara í viðtal í skólanum, skúraði ganginn, raðaði uppá nýtt í skógrindina og á úlpuhengið, lagaði skakkan nagla, hengdi upp teikningar eftir Spánar ömmustelpurnar, skrifaði í leikritinu mínu, lagðist í bláa sófann, þvoði þvott, dustaði mottuna, bað til guðs um að losa mig við ótta og sjálfsvorkunn svo ég ætti auðveldara með leikritið mitt, skrifaði í leikritinu, lét það gerast á biðstofu í smástund, hringdi í vin minn tilað ræða leikritið, hringdi í Lilju Nótt, hún svaraði ekki en hún er aðstoðarmaður minn og yndi, já kærleikurinn er um allt vefjandi, bleik rönd útum gluggann, tvö blóm komin í eldhúsið, hengdi uppúr vélinni, og sá að ein manneskja var að búa til listaverk um dýrð og gleði manneskjunnar. Lét það hafa áhrif á mig.
Engin komment
Ég fæ engin komment á afmælisbloggið mitt, það þýðir að engir gestar koma úhú, aumingja ég, ég sem var að biðja guð um að losa mig við óttann, reiðina, hræðsluna, vantrúna, efasemdirnar, og hann var bara að því rétt í þessu svo ég þori útí þvottahús, annars er ég orðin mjög feit og keypti mér varalit, ógeðsleeeeeeeeeeeeeeega flooooottttttan, en ég hef ekki keypt varalit síðan 2006 og hann var misheppnaður, en þessi er ætlaður mér, jemm.
Afmæli í nánd
Bráðum á amælisbarnið afmælið, Elísabet snillingur, galdrakona, venjuleg manneskja og krútt, mamman, amman og rithöfundurinn, og hún verður 50 ára, ótrúlegt, - þetta er ekki aprílgabb, og svona nýkomin í heiminn, allavega nýkomin í ný augnablik, hvert augnalbikið á fætur öðru, það kemur bráðum í ljós hvort hún heldur uppá herlegheitin 16.apríl, sama dag og Chaplin fæddist, mikil huggun fyrir Ellu Stínu, Ella Stína elskar 16. apríl, eða hvort það frestast um einhverja daga, svo fylgist vel með uppá að fara slípa óskinar, strauja kjólana, undirbúa ræðurnar, dans dans dans.
Hvað á maður að gera þegar maður á fimmtugsafmæli, endurskoða líf sitt, skipa minningunum í efstu sæti, finna úthvað maður hefur lært í lífinu og hvað á maður ólært, - fyllast þakklæti yfir því að fá að lifa svona lengi og vera Aprílbarn. Og hvað skyldi mig langa í afmælisgjöf? Nauðsynlegt að finna útúr því. Ég þorði ekki að halda uppá 30 og 40 ára afmælin mín svo þetta stór áfangi að halda uppá afmælið. Jibbí júlla júllajú, gera gestalistann. Stynja af sælu.
Önnur afmælisbörn í apríl eru tvíburarnir Garpur og Jökull 26.apríl, ömmustelpurnar Jóhanna og Alexía 14.apríl, Illugi 13.apríl og Ísleifur Illugason 26.apríl.
Hvað á maður að gera þegar maður á fimmtugsafmæli, endurskoða líf sitt, skipa minningunum í efstu sæti, finna úthvað maður hefur lært í lífinu og hvað á maður ólært, - fyllast þakklæti yfir því að fá að lifa svona lengi og vera Aprílbarn. Og hvað skyldi mig langa í afmælisgjöf? Nauðsynlegt að finna útúr því. Ég þorði ekki að halda uppá 30 og 40 ára afmælin mín svo þetta stór áfangi að halda uppá afmælið. Jibbí júlla júllajú, gera gestalistann. Stynja af sælu.
Önnur afmælisbörn í apríl eru tvíburarnir Garpur og Jökull 26.apríl, ömmustelpurnar Jóhanna og Alexía 14.apríl, Illugi 13.apríl og Ísleifur Illugason 26.apríl.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)