Vilborgu bekkjarsystur minni finnst ég eigi ekkert að vera stressa mig að bjóða fólki í afmælið og senda því ímeil, heldur bara auglýsa í mogganum: Íslenska þjóðin velkomin. Bæta kannski við: Gerum byltingu.
En ég hljóp uppí svoleiðis stress útaf afmælinu og leikritinu mínu að ég vissi ekki hvert ég ætlaði og það toguðu í mig englar og svo horfði ég á Mávahlátur, bara ansi fín, já mun betri en þegar ég sá hana síðast.
Ég og Þórhildur Hrafnsdóttir 8 ára frænka mín heimsóttum Emblu Karen, Ingunni og Garp og það var himneskt. Ég var með hausinn rauðglóandi útaf leikritinu mínu og spurði Þórhildi:
Hvernig gengur að skrifa leikritið þitt?
Það gengur vel.
Ertu búin að skrifa það.
Ég er með það í höfðinu.
Þetta er almennilegt, nota höfuðið. Þetta gerðu Drúídar, þeir lögðu allt á minnið. Svo nú segi ég ef ég er spurð: Hvernig gengur að skrifa leikritið, þá segi ég:
Það gengur vel.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli