01 apríl 2008

Kærleikssambandið

Ég kvaddi Kristínu tengdadóttur mína þá miklu sómadís en hún var að fara til Ameríku eina ferðina enn, Garpur kom í heimsókn og ég passaði mig á því að trufla hann ekki í tölvunni, keypti mat handa mér, lífrænan mangó og ananas safa, og ástaraldinssafa, og plokkfisk sem ég eldaði aldrei þessu vant af því ég er að læra að elska sjálfa mig, hringdi tilað skipuleggja afmælið mitt sem er ótrúleg ást í minn garð og kærleikur, KEYPTI VARALIT og eyrnapinna, burstaði tennurnar, tók lyfin mín, lýsi, skúraði bláa stigann sem var orðinn einsog í eyðibýli, þreifi VEGGI undir stiganum, borgaði skuldir gegnum símann, vaknaði snemma tilað fara í viðtal í skólanum, skúraði ganginn, raðaði uppá nýtt í skógrindina og á úlpuhengið, lagaði skakkan nagla, hengdi upp teikningar eftir Spánar ömmustelpurnar, skrifaði í leikritinu mínu, lagðist í bláa sófann, þvoði þvott, dustaði mottuna, bað til guðs um að losa mig við ótta og sjálfsvorkunn svo ég ætti auðveldara með leikritið mitt, skrifaði í leikritinu, lét það gerast á biðstofu í smástund, hringdi í vin minn tilað ræða leikritið, hringdi í Lilju Nótt, hún svaraði ekki en hún er aðstoðarmaður minn og yndi, já kærleikurinn er um allt vefjandi, bleik rönd útum gluggann, tvö blóm komin í eldhúsið, hengdi uppúr vélinni, og sá að ein manneskja var að búa til listaverk um dýrð og gleði manneskjunnar. Lét það hafa áhrif á mig.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Blómabeib, veistu að þú ert svo örlát að það hefur held ég enginn við að þakka fyrir sig ... ég ætlaði annars að kommentera á afmælið því um fimmtugt getur maður loksins farið að njóta lífsins í stað þess að láta það stressa sig. Eru ekki kærleiksbréfin þín merki þess?

Þín Stínasita

Kristín Bjarnadóttir sagði...

Gangi þér vel með afmælisundirbúninginn ...

Frá og með 17. júní getum við svo haldið uppá okkar 30 kynni!!!

Kristín Bjarnadóttir sagði...

P.S.
þrjátíu ára kynni, ætlaði ég að segja.
kb

Nafnlaus sagði...

já kinn við kinn. 30 árin eru allsráðandi þetta árið, kannski er ég bara 30 ára, Róbert varð 30 ára, 30 síðan pabbi dó, 30 ár síðan ég varð ástfangin, 30 ár síðan ég hitti þig, 30 ára stríðið, einmitt, ...

kærleiksknús, ella cita