16 desember 2008

Hóstakast

Jökull er að fara útskrifast á fimmtudaginn og það má ekki klappa, þá verður maður handtekinn. Það er kannski þessvegna sem fólk er svona rosalega næs hérna, það skælbrosir við manni milli rekkanna í stórmarkaðnum, einsog það sé að hitta gamlan vin, og svo handtekur það mann fyrir að klappa, svona nottla æsir uppí manni hugmyndaflugið, ætti ég kannski að hósta, taka rosalegt hóstakast þegar hann stígur uppá pallinn með þessa frægu húfu.

ps. Það má heldur ekki vera með blöðrur. Balloon...

Engin ummæli: