24 janúar 2011
Samtal við fjall
Fjallið: Ég geri það sem mér sýnist, mér finnst gaman að sjá þetta litla fólk engjast fyrir neðan mig.
Ég: Ertu einmana?
Fjallið: Einmana, ég nei.
Ég: Talar enginn við þig.
Fjallið: Nei, auðvitað ekki, það talar enginn við mig, það halda að ég sé dautt... fjall.
Ég: En ég er að tala við þig, og ekki láta hrynja úr þér.
Fjallið: Ég verð að sýna mátt minn og megin.
Ég: En eigum við ekki að gera eitthvað skemmtilegt.
Fjallið: Einsog hvað?
Ég: Þú segir mér frá öllu sem þú hefur séð og heyrt gegnum aldirnar.
Fjallið: Ég er löngu hætt að sjá og heyra, fólk fattar ekki að fjöll eru lifandi.
Ég: Ég hef heyrt fjöll anda.
Fjallið: Vertu ekki að þykjast vita allt um fjöll, þú ert bara auðvirðileg manneskja.
Ég: En ef það hrynur úr þér þá er voðinn vís.
Fjallið: Voðinn vís, voðinn vís,.....
Ég: Ég vil lifa áfram og elska.
Fjallið: Sagðirðu elska.
Ég: Já.
Fjallið: Segðu mér frá ástinni og ég læt ekki hrynja neitt úr mér.
Samtal við fjall
Stormur í höfðinu
Óöryggi og hamingja
23 janúar 2011
Stundin í strætóskýlinu
21 janúar 2011
Hjartað á vinnslustigi -
Því þú opnaðir hjartað þótt ég vilji allsekki viðurkenna það, því ég þykist geta allt sjálf en verð að viðurkenna að þennan lás gat ég ekki opnað.
Þú helltir hjartað mitt fullt af ljósi úr myrkrinu þínu.
17 janúar 2011
09 janúar 2011
Sorgin kvödd
Í dag kvaddi ég sorgina og sagði, ég er búin að fá nóg, ég vil ekki lengur smjörlíki ofaná brauðið mitt og mig langar að sofa í almennilegu rúmi, mig langar að eiga bíl og komast eitthvert, mig langar í flotta skó, mig langar mest af öllu í góðan kodda, svo nú bið ég þig kæra sorg um að yfirgefa mig og kveðja, ég er búin að kynnast þér, vertu sæl.
*
Ljóð um ástina eða gleymskuna
Mig langar að gleyma mér
Gleyma hvað ég heiti,
Hver ég er
Hverja ég þekki
Hvað ég hef gert og hugsað
Gleyma að ég hef fundið til
Stigið skref og klifið fjöll
Gleyma að ég hef dansað
Og líka þegar enginn sér til
Gleyma að ég á borð og stóla
Veggi, hurðir og himinn,
Gleyma börnunum mínum
Og barnabörnunum
Fjöllunum, öldunum, sandinum,
Draumunum, dúkunum,
Hlaupum mínum og útréttingum
Símtölum og sykurkörum
Gleyma öllu sem ég man
Gleyma að ég þarf að fara til læknis á morgun
Og fund á miðvikudaginn
Gleyma að það er miðvikudagur
Gleyma gleyma gleyma
Öllu nema þér.
*
Þrýsta þér að vörum mér
teyga í botn.