09 janúar 2011

Ljóð um ástina eða gleymskuna

Mig langar að gleyma mér

Gleyma hvað ég heiti,

Hver ég er

Hverja ég þekki

Hvað ég hef gert og hugsað

Gleyma að ég hef fundið til

Stigið skref og klifið fjöll

Gleyma að ég hef dansað

Og líka þegar enginn sér til

Gleyma að ég á borð og stóla

Veggi, hurðir og himinn,

Gleyma börnunum mínum

Og barnabörnunum

Fjöllunum, öldunum, sandinum,

Draumunum, dúkunum,

Hlaupum mínum og útréttingum

Símtölum og sykurkörum

Gleyma öllu sem ég man

Gleyma að ég þarf að fara til læknis á morgun

Og fund á miðvikudaginn

Gleyma að það er miðvikudagur

Gleyma gleyma gleyma

Öllu nema þér.

*

Þrýsta þér að vörum mér

teyga í botn.

Engin ummæli: