Ég: Kæra Fjall, viltu ekki láta hrynja úr þér.
Fjallið: Ég geri það sem mér sýnist, mér finnst gaman að sjá þetta litla fólk engjast fyrir neðan mig.
Ég: Ertu einmana?
Fjallið: Einmana, ég nei.
Ég: Talar enginn við þig.
Fjallið: Nei, auðvitað ekki, það talar enginn við mig, það halda að ég sé dautt... fjall.
Ég: En ég er að tala við þig, og ekki láta hrynja úr þér.
Fjallið: Ég verð að sýna mátt minn og megin.
Ég: En eigum við ekki að gera eitthvað skemmtilegt.
Fjallið: Einsog hvað?
Ég: Þú segir mér frá öllu sem þú hefur séð og heyrt gegnum aldirnar.
Fjallið: Ég er löngu hætt að sjá og heyra, fólk fattar ekki að fjöll eru lifandi.
Ég: Ég hef heyrt fjöll anda.
Fjallið: Vertu ekki að þykjast vita allt um fjöll, þú ert bara auðvirðileg manneskja.
Ég: En ef það hrynur úr þér þá er voðinn vís.
Fjallið: Voðinn vís, voðinn vís,.....
Ég: Ég vil lifa áfram og elska.
Fjallið: Sagðirðu elska.
Ég: Já.
Fjallið: Segðu mér frá ástinni og ég læt ekki hrynja neitt úr mér.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli