Hjartað er nefnilega búið að vera opnast og það er fullt af viðkvæmni þetta hjarta, gleði, skringilegheitum og öllu. Ég hélt það væri í lagi að það opnaðist, þar væri öllu raðað í stafrófsröð og svo framvegis, en þá er þetta heitt, mjúkt lifandi hjarta, þar er líka gömul sorg og hræðsla svo ég gaf guði hjartað því þannig þorir hjartað að segja; ég elska þig.
Því þú opnaðir hjartað þótt ég vilji allsekki viðurkenna það, því ég þykist geta allt sjálf en verð að viðurkenna að þennan lás gat ég ekki opnað.
Þú helltir hjartað mitt fullt af ljósi úr myrkrinu þínu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli