24 janúar 2011
Stormur í höfðinu
Ég vaknaði með storm í höfðinu, svo fékk ég mér kaffi, og Garpur kom í heimsókn, ég fór með hundana í einn og hálfan tíma meðfram sjónum, hugsaði ég þyrfti ekki alltaf að vera hella úr hjartanu mínu heldur líka taka inn, svo ég tók inn dansandi þang, sofandi steina, brotna öldu og æðarhjón, og þá helltist óöryggið yfir mig, þetta gamla eldgamla óöryggi, að þú myndir fara, og tilað koma í veg fyrir það ætti ég endalaust að vera gefa af mér, tæma hjartað fyrir þig, þangað til ekkert væri eftir nema ein stór hola, og ég beinagrind, snauð búin að gefa allt sem ég á. Af því ég er aldrei nógu góð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli