Ég fór norður tilað elta strák
það var hið opinbera erindi
ástin
sem hefur leitt mig
á ótrúlega staði
einsog lokaða herbergið
mitt á Kleppi
þarsem ég lokaðist inni
í huganum
eða gleymdist í 30 ár
og úr varð sagan
Heimsóknartíminn
ástin hefur alltaf
verið fyrir mér
einsog að ganga á rekann
lokaða herbergið opnast
og það flæðir inn
ég ræð ekki neitt
við neitt
stjórnleysi og töfrar
svo lokast allt aftur
og lífið gleymist
og allt gleymist
ekki bara lífið
heldur sjúklingurinn í rúminu
börnin og barnabörnin
því sorgin heldur mér upptekinni
og skammirnar dynja á mér
skammirnar og skammirnar
endalausar skammirnar
hvergi friður
kannski var friður fyrir norðan
og hafi mér leiðst var ég búin að gleyma því
og er ég að gleyma lífinu
ástinni
og öllu hér
kannski er þetta bara bull
en ég er komin útúr lokaða herberginu
og þess náði ég erindinu
þótt það hefði gleymst
og allt annað gleymdist
einsog ljóðið um Drangavík
og ég gleymdi erindinu
gleymskan hafði varðveitt það
þangað til núna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli