setti ég upp jólakúlur í eldhúsgluggann
fékk ég mér te
lagaði til í bókaskápnum
fór á facebók
og hottmeilið
setti teppið á klósettið
og þrjár gyðjur í gluggann
kerti í kertastjakana
tvo ruslapoka útá tröppur
hugsaði um að fara í sund
hugsaði um áfall sem ég varð fyrir 4 ára en þá brann tjaldið og kannski kenndi ég mér um það í staðinn fyrir að vera hetjan
hringdi í lindu
fékk mér heimilisfrið
hugsaði um drauminn þarsem ég bjó á hótelherbergi og tveir menn voru að slást fyrir utan, annar ingi og allt fullt af nikótíntyggjóum
og hugsaði um að norskur kastali væri það sem væri inní mér
hlustaði á fréttirnar
hringdi í prentsmiðjuna
hjartastöðin datt út
bað guð um kærleika
var hrædd
og leið
og það er ljós uppi
og allt óumbúið
og má ég eiga
mitt líf
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli