30 ágúst 2012
Morgunsamtal
var að vakna, tókst að sofa í sex tíma í beit, dreymdi eitthvað, við óskar í garði og svo kom einhver og þá fórum við, og svo dreymdi mig appelsínugult sófasett, frekar lítið og ég hlóð því öllu í bílinn, einhver hjón úr smáíbúðahverfinu létu mig hafa það, og svo dreymdi mig Laufey og börnin hennar en drukknaðan dreng þar á undan í Vesturbæjarlauginni. En best að fara á fætur og klæða sig og reyna taka ákvörðun hvort ég ætla að vinna að nýju bókinni minni í september eða ekki, og athugha gardínuefnið, rauða fallega með blómunum, kannski það er gott með svarta rimlarúminu. Og svo er búið að sópa stéttina bak við hús, og égþarf að prófa fleiri lyklaborð og er ekki með krabbamein í hálsinum,og át bjúgu í gær og hálsbrjóstsykur, og bráðum á Óskar afmæli, það verður gaman. Og kannski ætti ég að fara útúr bænum.
29 ágúst 2012
Haustsól
sól úti og ég er þyrst og það er pínu kalt, og ég var hjá Andrési sálfræðingi hinum snjalla og kom heim og þá sat Óskar á tröppunum með snúrur og ég er að fara í ræktina, tra la la la.... og svo tala við Hrafn.
25 ágúst 2012
Í september
las upphátt fyrir Óskar og það munaði öllu, fattaði hvað þurfti að laga í textanum, og svo er gott veður úti og ég er að fara þrífa skápana í kjallaranum og kannski er best að gefa út þetta geðveikihandrit ef vel vinnst í september.
24 ágúst 2012
Rauðu berin
ÉG vaknaði hálftíu og fékk mér gingeröl, lýsi, ómega, lyfin mín, kaffi og settist í sófann og sá rauðu berin á reynitrénu útum gluggann.
23 ágúst 2012
Hetjusögur
Fór í Bónus með kærastanum, hann setti þrjúhundruð læri ofaní körfuna, sem betur fer var það ekki læri af mér en við keyptum margt annað einsogh rauðar paprikur, engiferöl, svínakótelettur, og 2 blýanta og fórum svo á Grillhús Guðmundar, og svo voru sagðar hetjus-ögur.
22 ágúst 2012
Dagatalið
Hver ropi, þetta skyndilega holrúm sem myndast og endar með stunu, er minning, prump sem alltíeinu leysist úr læðingi og kemur úr iðrunum, þörmunum, andardrátturinn sem getur endað fyrirvaralaust, hefst og hnígur, andvarp sem hegðar sér einsog alda, eða stuna sem byrjar í munnholinu og endar í brjóstinu, hjartslátturinn sem ég veit ekki hvað endist lengi, hraður, hægur, hver hreyfing, augnlokin sem lyftast, þegar teygt er úr sér, eða þegar þarf að rembast, snýta sér, hósta, eða maður fær eymsli og gefur frá sér seigar langar stunur, eða stunur sem maður kæfir, grátur sem brýst fram og skekur axlirnar, brjóstholið bifast og gráturinn æðir uppí munnholið, tárin útúm augun og horið útum nefið, snöktið, hljóðlátt snökt um nótt sem enginn heyrir en merkir endalok tilverunnar, að tíminn er afmarkaður, að þetta snökt er merki um líkama sem einn daginn á eftir að síga ofaní moldina og verða eitt með moldinni, líkami sem hættir að hreyfa sig, dansa, snýta sér, hósta, - og veinið, skerandi vein sem brýst einsog hnífur úr iðrum líkamans, og klýfur höfuðið í tvennt, hausverkurinn, magapínan, harðlífið, vöðvabólgan, verkirnir, og svitinn, svitinn maður minn, svitinn sem sprettur fram, úrgangur úr líkamanum, eitthvað er farið úr honum og kemur aldrei aftur, svitinn, klístraður, ofurfínn, perlar, smjattið, augun uppglennt, eyrun spennt, og sumstaðar er líkaminn mjúkur, annarstaðar harður, liðirnir, teygjanleikinn, takmarkanirnar, svo koma hrukkur í líkamann, varirnar ekki lengur þrýstnar, vöðvarnir slapa, liðirnir stirðna, öll þessi merki sem telja tímann, telja tímann, búta hann niður, minna á hann, og brosið, hláturinn, flissið, hnussið, hummið, þetta er gjörsamlega óviðráðanlegur heimur.
Á morgun
Ég fer ekki í sund eða göngutúr, að vísu fór ég í göngutúr í gær en sundferðin endaði með ósköpum og leiðindum við eldhúsborðið, og víðar í íbúðinni, ég er að hugsa um að vakna ekki svona snemma á morgun.
20 ágúst 2012
Paddan
Paddan var frumsýnd í húsinu á Framnesvegi klukkan átta um kvöld, fullt hús og meir en það, fólk tróð sér allstaðar, allstaðar, og paddan skreið um í hjörtum fólks á eftir svo núna líður henni betur.
17 ágúst 2012
Það væri gaman
Fór uppá slysó í nótt á jeppanum, var með púls einsog unglingur og blóðþrýsting sömuleiðis, alveg rakið var með hjartalínurit, sá mynstrið, ég er með hjarta og alltí lagi, og leikkonan sagði ég er byrjuð að finna fyrir henni, eymd, sorg og jafnvel dauði en undanfarna viku höfum við verið að lesa pödduna sem verður frumsýnd í eldhúsinu á morgun gaman gaman þær eru svvo frábærar og ég get skrifað um frelsi, frelsið er yndislegt og ég hlkakka til að sjá gestina og ég hringdi í þorlák í nótt og heyrði hláturin í kærastanum, svona í takt við öldugjálfur og nú er best að fara raða stólum. og fara í sund ef ég kemst, það væri gaman.
15 ágúst 2012
Eitthvað alveg nýtt
fór á pósthúsið og náði í pakka frá Unu, mínar eigin bækur, talaði við konuna á póst6húsinu, hana Eddu sem gaf mér einu sinni vatn, talaði við Þröst á leiðinni uppá Landakotshæð og hélt ég væri að deyja úr áreynslu, Óskar kom í land, talaði við Vilnborgu á Hótel Borg sem ráðlagði me´r að leika í eldhúsinu mínu, mínu eigin eldhúsi, búin að vera í þunglyndi því ég ætlaði að hætta að éta fyrir einhvern annan, svona er lífið og ég væri kraftaverk ef ég kæmist í sund, fann fyrir smá stressi í dag en fékk að fara um borð í Þorlák, fallgeur bátur og gaman að koma um borð, sendi Hrafni handritið, kannski kemst ég í sund, kannski kemst ég í sund, ég að vera til fyrir mig.... það er eitthvað alveg nýtt....ég elska mig og lífið.
12 ágúst 2012
9 skref
Lillý Elísabet tók níu skref í gær á ellefu mánaða afmælisdegi sínum, en ég fór í sund í rigningu og synti fimmhundruð metra, fór í pizzu til Garps, Ingunnar og Emblu, það er gott að hafa sýnt einhverjum ást, þá fær maður ást á móti.
10 ágúst 2012
Aftur
Það var rigning en ég málaði pöddur og grunnaði og gekk útí rigninguna, hitaði fiskibollur og sauð kartöflur og talaði við Óskar, langar að tala aftur við hann.
Það svaraði ekki
Fannst ég vera deyja í alla nótt, kalt í hjartanu, drakk svo mikið kalt vatn, og svo kom kvíði, reyndi að hringja í Óskar í morgunsárið en það svaraði ekki.
09 ágúst 2012
Það er von á Lillý Elísabet
Hún ætlar að koma í heimsókn og vera hjá ömmu sinni, það er rigningarlegt, ég fór á fund, á Mokka með Laufeyju og keypti tvo kjóla, þá hringdi Jökull, það var gott að fara á fund og lýsa yfir vanmætti sínum, ég veit ekki hvert stefnir en Paddan er að skýrast.
08 ágúst 2012
Frumurnar
Þú ert aða reyna að ná í sársaukann, ég hélt ég væri að deyja,... myndi kannski deyja lifandi, ein fruma í dag önnur á morgun....
07 ágúst 2012
Burt
Vaknaði klukkan sjö og hefði getað farið á fætur en fór á fætur klukkan tíu og hitaði kaffi burstaði tenur og drakk mikið af vatni, fannst allt ofhlaðið í svefnherberginu og tók soldið niður, hugsaði um að fara burt, burt, burt.....
06 ágúst 2012
05 ágúst 2012
Nennum ekki að hlúa að ástinni
ég geri ekki annað en gagnrýna kærastann minn, hann vil að é hætti með honum, þessum látum við svona, við viljum þettta sé búið, haltu því til streitu en afhverju viljum við það, við nennum ekki að hlúa að ástinni.
02 ágúst 2012
01 ágúst 2012
ertu í vinnu við að hugsa um þetta mál
ég er alltaf að hugsa um ákveðið mál og í dag datt mér í hug, elísabet ertu í vinnu við þetta, ....
Eldavélin
ég er að bíða eftir að þvottavélin verði búin svo ég komist í sund, búin að mála 30 pöddur, kötturinn er fælinn, styggur, dreymdi draum þarsem bræðurnir rúnar, heimir, óskar sátu við eldhúsborðið en óskar varð fúll þegar ég spurði útí þetta með ísafjarðardæmið en eldavélin sýndi hið rétta. er ekki komin tími tilað fá vitið elísabet, góði guð raunveruleikaskynið fer í gegnum skilningarvitin. Og róna, ég meina ró ró ró.... andardráttinn.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)