26 nóvember 2012
Fluttur út
Hann er fluttur út.
Guði sé lof, það er ekkert pláss fyrir hann hér í herberginu.
Herberginu!?
Já, þetta er svo lítið herbergi og þessi eini stóll og dagatalið, ekki einu sinni gluggi, ég er fegin að hann er fluttur.
Hann bjó í allri íbúðinni.
Hvaða íbúð?
Íbúðinni þinni.
Ég á enga íbúð.
Ég er margbúin að segja þér að þú átt íbúð í gömlu húsi vestur í bæ og þið bjugguð þar, stundum sat hann í stólnum og þú lást í sófanum og þið horfðuð á sjónvarpið.
Þetta hlýtur að hafa verið einhver draumur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli