26 nóvember 2012
Heima að teikna
Nú skulum við rifja aðeins upp, sagði röddin.
Ókei, sagði Ella Stína.
Þetta skrímsli er aumingi.
Nú.
Manstu þegar það týndi vettlingunum þínum.
Jú.
Og manstu þegar það hristi jólatréð.
Já.
Og þegar það neitaði að setja skilti á hurðina að þið byggjuð saman.
Það man ég, sagði Ella Stína.
Þá skaltu fara strax niður og banka hjá því.
Það ansar aldrei.
Sparkaðu þá í hurðina.
Það gæti orðið reitt.
Þá hleypurðu burtu.
Má ég ekki bara vera heima að teikna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli