26 nóvember 2012
Skrítin saga
Þegar Ellu Stínu leiddist heimsótti hún Skrímslið í kjallaranum, það reyndist hættuspil. Ella Stína kramdist alltaf stafs og hurðar því Skrímslið vildi engar heimsóknir en Ella Stína hélt að ef hún sýndi Skrímslinu áhuga myndi það breytast í stóran mjúkan bangsa einsog hún hafði séð í auglýsingum en hafði ekki efni á því foreldrar hennar voru dánir eða það minnti hana, en hvað um það, svo var Ella Stína kramin og blá og hefði þess vegna átt að missa áhugann á heimsækja Skrímslið, en það var nú öðru nær, leiðinn óx og óx og hún bankaði hjá Skrímslinu og þegar það opnaði ekki sparkaði hún í hurðina og ekki opnaði það heldur svo hún sparkaði í rúðuna og langaði mest tilað senda stein í gegnum rúðuna, henni leiddist svo mikið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli