24 apríl 2013

Englatárin og stríðið


Engilinn. Í dag langar mig tilað vera góður... einsog ég er alltaf... ég er alltaf svo góður, svo góður, svo góður. Já. Sést ekki örugglega hvað ég er góður.
Barnið kemur.
Engillinn. Barn! Mig langar einmitt að vera góður við barn. Hæ barn.
Barnið snýst í hringi.
Engillinn. Sérðu hvað ég er góður.
Barnið. Ég er blint. Ég sé ekki neitt.
Engillinn. En heyrirðu það á röddinni.
Barnið. Segðu eitthvað.
Engillinn. Þú góða og fallega blinda barn sem hefur nú hitt engil.
Barnið. Ertu engill?
Engillinn. Heyrist það ekki.
Barnið. Segðu eitthvað smá meira.
Engillinn. Í dag kláruðust öll stríð.
Barnið. Ég var að koma úr stríðinu.
(Engillinn. Drapstu einhvern)
Engillinn. Var það ekki búið.
Barnið. Nei, það var heilmikið eftir. Það var allt búið nema stríðið.
Engillinn. Ég skil.
Barnið. Ég skil ekki neitt. Ég er búin að missa sjónina.
Engillinn. Út af stríðinu?
Barnið. Já, það kom sprenging og ég sá ekki neitt.
Engillinn. Bara allsekki neitt. (Blakar væng)
Barnið. Ég féll til jarðar.
Engillinn. En svo hefurðu staulast á fætur...?
Barnið. Mér finnst einsog einhver hafi tekið mig í fangið.
Engilllinn. Guð kannski.
Barnið. Guð var löngu horfinn.
Engillinn. Og ætlarðu aftur í stríðið?
Barnið. Já, ég ætla að vinna stríðið.
Engillinn. En þú ert bara lítið barn.
Barnið. Tekur upp hníf. Komdu ekki nálægt mér.
Engillinn. Ég hélt að þú værir lítið gott og fallegt barn sem hefðir misst sjónina í stríðinu, fallið til jarðar, einhver tekið þig upp og borið þig hingað til mín sem er engill.
Barnið. Þú kemur með mér í stríðið.
Engillinn. Hefur þú einhverntíma séð engil í stríði.
Barnið. Ég sker af þér vængina.
Engillinn. Þetta er fallegur hnífur.
Barnið. Otar hnífnum. Ég er blind í alvöru.
KANNSKI VILL BARNIÐ EKKI SEGJA HVAÐAN ÞAÐ KEMUR.
Engillinn. En ég var að hugsa um að sýna þér eitthvað gott og fallegt. Svo þú gætir gleymt stríðinu.
Barnið. Ég get aldrei gleymt því. Ég er lifandi minnismerki um stríðið.
Engillinn. Já en kannski getum við breytt því, þú getur fengið sjónina aftur, ef ég gæti tildæmis grátið þá get ég sett tárin í bolla og þú setur þau í augun og færð sjónina aftur.
Barnið. Er það svo?
Engillinn. Málið er að ég get ekki grátið. Allir englar eru sígrátandi, alltaf með tár á hvarmi, en það er alveg sama, ég get ekki kreist fram tár.
SVO ÞEGAR BARNIÐ FER ÞÁ GRÆTUR ENGILLINN EN ÞÁ ER ÞAÐ OF SEINT.

2 ummæli:

Heiðar sagði...

Gúdd sjitt.

Elísabet sagði...

Takk, gaman að heyra það frá þér, takk takk og tárabros