Fyrsta hreyfing hennar inní heiminn var dans.... allar hreyfingar eru dans, hún vissi það bara ekki fyrren hún losnaði úr lokaða herberginu og hlekkjunum, hætti að vera fáviti og vörður og hætti að vera vörður sem var að passa fávita,.... og fann eina örskotsstund eitthvað annað,
eitthvað annað, eitthvað annað já,....
dans... dans í heiminum
og heimurinn var búinn til úr dansi
og hún er orðin svo góð í dansi að hún dansar heima hjá sér á kvöldin undir dynjandi tónlist sem fær hana tilað engjast af þrá eftir lífinu, mótsögninni, þránni, hitanum, einhverjum á móti hennar sem hefur hönd og mjöðm....
dans dans dans dans dans
ef þú þarft að komast í sund .... dansaðu
ef þú þarft að komast útí búð .... dansaðu
ef þú þarft að komast í gegnum vegabréfaeftirlitið .... dansaðu
ef þú þarft að hitta hann .... dansaðu
dansaðu með barnabörnunum
og hlustaðu á tónlistina
hlustaðu með mjöðmunum
hlustaðu með olnbogunum
hlustaðu með fingrunum
hlustaðu með hnjánum
hlustaðu með rassinum
og nefinu
og dansaðu elskan min elskaðu dansaðu dansaðu elskaðu dansaðu elskaðu dansaðu dansaðu elskaðu hlustaðu dansaðu.... ELSKAÐU
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli