09 október 2007

Daddy in Dublin

Einsog eg skrifadi um daginn se eg bregda fyrir islendingum i storum stil her a straetum Dublinar. Merkilegt nokk tha hefur mer ekki tekist ad koma auga a fodur minn Jokul Jakobsson sem var tho Irinn uppmaladur, raudhaerdur og vidkvaemur, en Irar eru einmitt med vodalega vidkvaemnnislega draetti, en svo sa eg hann i gaer, hann var ad ganga medfram anni Liffey, eda thad er ad segja hann staulast afram vid staf, hann var i ljosblarri kapu, bogin i baki, med hvitt har sem stod einsog stormsveipur aftur i aldirnar, hrukkurnar einsog maelistikur, og studdist vid vinkonu sina, ja thad bar ekki a odru, tharna var karl fadir minn lifandi kominn, og thad rann upp fyrir mer ad audvitad hafdi eg sed hann her i Dublin, i liki allra thessara gomlu kerlinga.


**

En thad eru einmitt thaer sem halda uppi Dublin.

Engin ummæli: