Jökull Elísabetarson, uppáhaldsleikmaðurinn minn í fótbolta, leikur með Greensboro DYNAMO í sumar, ég held maður verði að skella sér á völlinn.
http://www.fotbolti.net/
Rennið músarfjandanum niður þangað til kemur: Jökull Elísabetarson spilar í Bandaríkjunum í sumar. Flottastur.
27 mars 2008
25 mars 2008
Alexía, Jóhanna og Mánadís
Ömmustelpurnar þrjár, tvíburarnir Jóhanna og Alexía tíu ára og systir þeirra Mánadís sjö ára, Kristjónsdætur, komu hér askvaðandi í heimsókn með Guðjóni afa í sveit, svo fagrar og miklir fjörkálfar og alltaf að búa eitthvað til, í þessari stuttu heimsókn teiknuðu þær engla og púka, friðarhjörtu, sömdu ljóð um horfna hunda og fallandi snjókorn, spiluðu frumsamin lög á píanóið, fóru í körfubolta, stungu af, pískruðu inní herbergi, fengu sér páskaegg sem þær gáfu svo ömmu sinni, léku leikhús, földu sig undir borði, skoðuðu bækur, fóru útá róló og raddir þeirra fylltu húsið og hreyfingar, bros og fegurð.
Hrafnaspark
Kíkið á þetta... krassandi, innblásin, andagift, erótískar...
http://www.hrafnaspark.blog.is/
Verðlaunaafhending Krumma.
http://www.hrafnaspark.blog.is/
Verðlaunaafhending Krumma.
23 mars 2008
Merkilegir hlutir á safninu
Hrafninn í cellófaninu
Gluggatjöldin hennar ömmu
Eldhúsinnréttingin
Kirkjuglugginn
Gullfoss
Lampinn frá Spáni
Fjalirnar úr sviðinu í Iðnó þegar það var rifið
Flísar úr Fjalakettinum
18 ára blómið
Suður-Ameríku tréð
Sófi Einars Ben
Borðið af Suðurgötu
Veggurinn sem er fullur af tárum
Silkisængurverið sem tók ár að hugsa upp
Sleikibrjóstsykrarnir á herðatrénu
Verandir í Norður-Karólínu
Málverkið sem lenti í maníunni
Píanóið
Eldhúsborðið af Reynimel
Brúðarslör frá Jemen
Bókaskápurinn af Lindarbraut
Kínverska skálin sem brotnaði í fugl
Veggteppið sem flæktist um allt
Stóllinn sem hefur alltaf staðið tilað henda
Boltinn í ganginum
Galdrabókarkjóllinn
Nóbelskjóllinn
Útidyrahurðin sem alltaf var sagt mamma í þegar hún var opnuð
Og saga þessara hluta....
Gluggatjöldin hennar ömmu
Eldhúsinnréttingin
Kirkjuglugginn
Gullfoss
Lampinn frá Spáni
Fjalirnar úr sviðinu í Iðnó þegar það var rifið
Flísar úr Fjalakettinum
18 ára blómið
Suður-Ameríku tréð
Sófi Einars Ben
Borðið af Suðurgötu
Veggurinn sem er fullur af tárum
Silkisængurverið sem tók ár að hugsa upp
Sleikibrjóstsykrarnir á herðatrénu
Verandir í Norður-Karólínu
Málverkið sem lenti í maníunni
Píanóið
Eldhúsborðið af Reynimel
Brúðarslör frá Jemen
Bókaskápurinn af Lindarbraut
Kínverska skálin sem brotnaði í fugl
Veggteppið sem flæktist um allt
Stóllinn sem hefur alltaf staðið tilað henda
Boltinn í ganginum
Galdrabókarkjóllinn
Nóbelskjóllinn
Útidyrahurðin sem alltaf var sagt mamma í þegar hún var opnuð
Og saga þessara hluta....
Safnið
Hjartasteinasafnið
Verðlaunasafnið, fjöður, steinn, bikar, dúkka, egg
Geisladiskasafnið ,
Bókasafnið
Albúmasafnið
Dagbókarsafnið
Litlu skrítnu hlutirnir safnið
Fjölskyldumyndirnar
Skrautboxasafnið
Bækurnar mínar safnið
Laufblaðasafnið frá Írlandi
Vinnubókasafnið
Grímubúningasafnið (handa barnabörnunum)
Snúrusafnið
Jakkafatasafnið
Sápusafnið
Skósafnið
Töskusafnið
Gyðjusafnið
Kjólarnir hennar ömmu sem á eftir að breyta
Sjá síðar: Merkilegir hlutir á safninu
Spurningin er: Bý ég á safni?
Verðlaunasafnið, fjöður, steinn, bikar, dúkka, egg
Geisladiskasafnið ,
Bókasafnið
Albúmasafnið
Dagbókarsafnið
Litlu skrítnu hlutirnir safnið
Fjölskyldumyndirnar
Skrautboxasafnið
Bækurnar mínar safnið
Laufblaðasafnið frá Írlandi
Vinnubókasafnið
Grímubúningasafnið (handa barnabörnunum)
Snúrusafnið
Jakkafatasafnið
Sápusafnið
Skósafnið
Töskusafnið
Gyðjusafnið
Kjólarnir hennar ömmu sem á eftir að breyta
Sjá síðar: Merkilegir hlutir á safninu
Spurningin er: Bý ég á safni?
22 mars 2008
Skáld sjómanna og geðsjúklinga
Martin götuskeggi sem er ljóðskáld og færeyingur svo ég hengi nú einhverja merkimiða á hann sagði mér að ég væri skáld sjómanna og geðsjúklinga. Ég varð nottla svo montin að ég hef ekki náð mér síðan, auðmjúk og þakklát meina ég!!! En það er ekki hægt að feika sig inní þeirra hjörtu, sagði Þór sonur hans sem er vinur minn. Það var einmitt það sem ég meinti, stundum geta aðrir hugsað betur en ég og orðað það þótt ég ég skáldið. Enda er það mitt verk að stela því og setja það niðurá blað og setja svo nafnið mitt undir.
21 mars 2008
Embla Karen að Gullfossi
Embla Karen gerði sér lítið fyrir og heimsótti Gullfoss þegar hún varð mánaðargömul. Gullfoss er búinn að vera í rosa stuði síðan og setti meiraðsegja upp demantshring.
19 mars 2008
Guð og kynlífið
Takk fyrir fjöðrina, ég fékk fjöður í verðlaun fyrir bestu kynlífslýsinguna í bókmenntum síðasta árs frá bókmenntaklúbbnum Krumma, ég er alltaf með fjöðrina núna þegar ég er að skrifa, eða bara fíla mig vel, stundum flýg ég á henni útum gluggann. Í ljósi þessara verðlauna og að hingað streyma sífellt konur og stúlkur í leit að Vængjahurð eða Lásasmið hef ég sett mér markmið, á næsta ári ætla ég að fá "guðsneistann" fyrir að skrifa um guð.
Morgunþunglyndi
Ég vakna yfirleitt í þunglyndi á morgnana en á kvöldin er ég að hugsa svo stórkostlegar hugsanir einsog í gærkvöldi hugsaði ég: Oh, hvað ég hlakka tilað vakna í fyrramálið. Svo vakna ég og finnst ég svo gömul, hrukkótt, lífið búið, mér takist aldrei að klára það sem ég hef byrjað á, og ég sé örugglega um það bil að deyja, geti aldrei borgað skuldirnar mínar, flutt útúr bænum, farið í ferðalag, og svo sé ég að verða fimmtug og það komi ekki örugglega ekki nóg af frægu fólki í afmælið mitt, og það komi sjálfsagt enginn. Þetta er samt aðeins að skána. Nema að það maður með loftpressu í kjallaranum á næsta húsi. Og ég er að pæla í hvernig eigi að losna úr píslarvættinu, og ég man eftir því þegar ég varð þrítug þá fannst mér ég líka svo ægilega gömul að lífið væri búið. Ég var einmitt að hugsa um þetta um daginn: Elísabet, pældu í ef þú verður níræð (mér finnst ég nefnilega bara eiga tíu ár eftir ólifuð) já ef þú verður níræð og þá sérðu eftir að hafa notað tímann í þetta. Svo knús Elísabet.
*
Og gettu hvað, EMBLA KAREN Á MÁNAÐARAFMÆLI Í DAG... :)
*
Og gettu hvað, EMBLA KAREN Á MÁNAÐARAFMÆLI Í DAG... :)
18 mars 2008
Eitthvað sætt
Lífið er stundum skrítið, ég er búin að vera svo intróvert í dag að ég dansaði þegar ég fór útá videleigu og hitti videóstjórann sem fannst að ein persónan mín ætti að taka lyftuna.
17 mars 2008
Vinkona mín
Vinkona mín sagði: Þetta er glatað, ég get ekki hugsað um annað en hann og hann veit ekki einu sinni af því. Og ég bara fjarlægist guð.
*
*
Ástin búin eða sagan?
Jæja, nú er ég hætt að elska hann, ég fattaði einn daginn að ég var alltaf að gefa honum ánþess að fá nokkuð í staðinn. Ég bara fattaði það alltíeinu og svo sagði ég Gumma vini mínum frá þessu í dag þegar hann kíkti í kaffi.
Svo verður maður bara vondur útí sjálfan sig, sagði hann.
Vondur útí sjálfan sig?
Já fyrir að gefa og gefa.
Pældu í því.
Glatað.
En nú er þetta búið, ég fattaði þetta alltíeinu.
Já, ég gat ekkert sagt, sagði hann.
Ha?
Ég vissi allan tímann að þetta var bara rugl en ef ég hefði sagt það þá hefðirðu ekki orðið rosalega hress.
Vissir þú þetta allan tímann.
Ég reyndi nottla að segja eitthvað.
*
Og hér kemur dæmisaga um þegar Gummi reyndi að segja eitthvað.
Elísabet, ég fatta þetta ekki.
Nú?
Nei, það er einhvernveginn engin saga.
*
Svo verður maður bara vondur útí sjálfan sig, sagði hann.
Vondur útí sjálfan sig?
Já fyrir að gefa og gefa.
Pældu í því.
Glatað.
En nú er þetta búið, ég fattaði þetta alltíeinu.
Já, ég gat ekkert sagt, sagði hann.
Ha?
Ég vissi allan tímann að þetta var bara rugl en ef ég hefði sagt það þá hefðirðu ekki orðið rosalega hress.
Vissir þú þetta allan tímann.
Ég reyndi nottla að segja eitthvað.
*
Og hér kemur dæmisaga um þegar Gummi reyndi að segja eitthvað.
Elísabet, ég fatta þetta ekki.
Nú?
Nei, það er einhvernveginn engin saga.
*
16 mars 2008
*
Resistance can be alienating and submission can be liberating. Such is the paradox of the dominated..." (Bourdieu 1987)
*
*
Blíðan
Maður verður að vera svo blíður og nærgætinn við hana Emblu Karen. Það minnir mann á að maður verður að vera blíður og nærgætinn við lífið.
Ella Introvert
Hafið þið heyrt um Ellu Intróvert, nei það er ekki von, hún er nefnilega intróvert og finnst best að vera heima hjá sér að máta skóna, gramsa í hattaöskjunni og leita að felgulyklinum og raða púðunum og fá sér vatn og hlusta á sírenuvælið í sjúkrabílunum og vona að ekkert slæmt hafi komið fyrir og allir bjargist og kíkja svo á sjóinn útum þakgluggann, raða fötunum, strjúka yfir borðið, fá sér páskaegg, sjá hvað er gott veður, já svona er Ella Intróvert yndisleg manneskja sem hefur svo mikið að gera inni hjá sér og ef einhver hringir verður hún steinhissa því hún hafði ekki hringt í neinn.
Eina sem Ellu Intróvert vantar er ást og viðurkenning því henni finnst alltaf hún eigi að fara út, fara í sund, hringja í einhvern, kíkja í heimsókn, og ekki vera intróvert þegar hún er intróvert. Svo hér með fær Ella Intróvert viðurkenningarskjal og fullt af verðlaunum fyrir að vera Ella Intróvert. Kannski brýtur hún niður vegg í dag.
Eina sem Ellu Intróvert vantar er ást og viðurkenning því henni finnst alltaf hún eigi að fara út, fara í sund, hringja í einhvern, kíkja í heimsókn, og ekki vera intróvert þegar hún er intróvert. Svo hér með fær Ella Intróvert viðurkenningarskjal og fullt af verðlaunum fyrir að vera Ella Intróvert. Kannski brýtur hún niður vegg í dag.
15 mars 2008
Lífið er göldrótt
Ég var á leið gangandi í fermingarveislu í kaldri sólinni þegar ég mætti Ingunni og Garpi keyrandi í bíl á leið í veisluna, Embla sat afturí, ég þurfti að koma við í blómabúð svo ég þáði ekki far með þeim en hafði ekki gengið nema nokkur skref þegar ég mætti Jökli og Krisínu keyrandi á bíl á leið í veisluna. En sniðugt, sagði ég, var að mæta Garpi og Ingunni. Já, sagði Jökull, Kristjón er á leiðinni á eftir okkur. En hann býr á Spáni. Svo fór ég í blómabúðina og þegar ég var á leið í veisluna snarstansaði bíll fyrir framan mig, maður stakk höfðinu út og sagði: Ég var að tala við Kristjón, hann bað kærlega að heilsa þér.
*
Það skal taka fram að þetta var Guttesen, dýrlingur í mannsmynd og ljóðskáld. En svona er lífið stundum göldrótt. Þegar maður er göldróttur. Take it away!!!!
*
Það skal taka fram að þetta var Guttesen, dýrlingur í mannsmynd og ljóðskáld. En svona er lífið stundum göldrótt. Þegar maður er göldróttur. Take it away!!!!
Embla Karen í heimsókn!!!!!!!!!!!!!!
Embla Karen heiðraði ömmu sína með nærveru sinni, spændi í sig heilt læri og tveggja lítra pepsi, djók djók, en ég ákvað að halda matarboð af því að Jökull og Kristín væru á landinu en þá stal Embla Karen senunni... steinsofandi!!!! Geri aðrir betur!!!!! Fyllti húsið ljósi, lífi og angan, og auðvitað aðrir gestir líka einsog foreldrar hennar Garpur og Ingunn og frændinn Jökull en Kristín komst ekki vegna fermingarundirbúnings í fjölskyldunni. En ég lá svo bara í sófanum og horfði á gettu betur og tvær bíómyndir og þá var ég búin að leysa gátuna í eigin höfði. Lífið er dásamlegt og það er svo skrítið þegar kemur svona lítil anganóra í heiminn þá vill maður bara að allir séu góðir og allt sé gott. Og allt er auðvitað gott. Og það er svo gott. Og ég verð svo viðkvæm fyrir því eitthvað. Æ, maður getur ekkert sagt, maður reynir bara að segja eitthvað. Jökull er búinn að segja að hann myndi gefa mér tíu fyrir að þegja í lokaverkefninu mínu!!!!!!!!!!!! Hann nefnilega skilur þögnina.
Blómið er að koma!!!!!!!
blómið er koma aftur, blómið sem kom í sumar og stóð í blóma þegar ég fór til írlands, það er að koma aftur, aftur, aftur, búin að sjá tvo knúppa, þetta er blómið með merkilegu söguna, það rétt lafði á einni grein í 18 ár og nú er það búið að leggja undir sig eldhúsið, það blómstrar HVÍTUM BLÓMUM, BLÓMVÖNDUM OG ILMAR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
14 mars 2008
Stelpan og sólargeislinn
Einu sinni var stelpa sem bjó í húsi sem hét Ótti. Ótti hafði verið reistur fyrir langa löngu og átti gamla og merkilega sögu, ártalið stóð utaná húsinu einsog á gömlum og merkilegum húsum. Og þarna bjó stelpan ár eftir ár og vildi ekki flytja úr húsinu, svo fór eitthvað að gerast, sumir halda að það hafi verið sprunga í húsinu þarsem sólargeisli náði að brjótast inní húsið, og það gerði hann dag eftir dag, svo var einn sólargeisli sem gerði útslagið og þá varð stelpan svo leið á sólargeislunum, alltaf þessi sólargeisli, hugsaði hún, þetta er örugglega sami sólargeislinn og svo reyndi hún að finna sprunguna og múra uppí hana en ekkert gekk, þetta var þannig sprunga, svo einn daginn hrundi húsið, og þá skein sólin öll á stelpuna og þá bara breyttist allt.
*
Það er til annar endir á þessari sögu og hún er sú að þegar stelpan fékk leið á sólargeislanum þá fékk hún leið á öllu öðru og hún fékk meðalannars leið á að vera hrædd og full af ótta, og þá vildi hún vera öðruvísi og þá varð hún öðruvísi. Hún hnussaði svoleiðis að hnussaði bara og það kom frá líkamanum en ekki málstöðvunum. Lífið er dásamlegt. Það er ekki hættulegt að skrifa það. Lífið er dásamlegt.
*
There is a crack where the light gets in. (Leonard Cohen)
*
Það er til annar endir á þessari sögu og hún er sú að þegar stelpan fékk leið á sólargeislanum þá fékk hún leið á öllu öðru og hún fékk meðalannars leið á að vera hrædd og full af ótta, og þá vildi hún vera öðruvísi og þá varð hún öðruvísi. Hún hnussaði svoleiðis að hnussaði bara og það kom frá líkamanum en ekki málstöðvunum. Lífið er dásamlegt. Það er ekki hættulegt að skrifa það. Lífið er dásamlegt.
*
There is a crack where the light gets in. (Leonard Cohen)
13 mars 2008
Hindrun yfirstigin
Mér tókst að yfirstíga rosalega hindrun í gær, svo í dag vildi ég auðvitað fara aftur á gamla staðinn, en tókst að finna hamingjuna í sófanum yfir því að hafa yfirstigið þessa hindrun en veit af því að gamli staðurinn getur togað í mig aftur. Svo ég ætla bara að hvíla mig. Þetta var sko margra margra ára gömul hindrun. Og hún hrundi. Þetta er svo dásamlegt.
Þingvellir
Þegar ég var lítil fór við með afa og ömmu til Þingvalla á hverjum sunnudegi, amma smurði nesti og afi tottaði pípuna og svo brunuðum við til Þingvalla og fengum að vita hvað öll fjöllin hétu, sáum hvað gjárnar voru djúpar og já það var landslag þarna og mosi. Foss og rólur. Þetta var mjög skemmtilegt og gerði mig að óbilandi þjóðernissina. Ég fór ekki svona oft með tvíburana til Þingvalla, ég man eftir tveimur skiptum, í eitt skiptið létu þeir einsog ég veit ekki hvað í landslaginu og klifruðu uppeftir allri Öxará, óðu yfir hana þvers og kruss svo ég átti fullt í fangi með að tína þeim ekki. Í hitt skiptið vorum við á leið á Gullfoss og lögðum okkur í mosanum á Þingvöllum. Tvíburarnir vildu helst sofa þarna alla nóttina enda var nóttin björt. Ég smurði aldrei neitt nesti, ég keypti kannski samlokur á bensínstöðinni ef ég átti pening. En núna hefur málið verið það í nokkur ár að Íslendingar (og Pólverjar) þeir fara bara allsekki á Þingvöll á sunnudögum og vita ekki hvað fjöllin heita og amma þeirra smyr engar samlokur. Fólk fer bara í Kringluna, það er svona sunnudagsbíltúr, og já kemur líka í staðinn fyrir að gefa öndunum. Ég fór nokkrum sinnum með tvíburana að gefa öndunum en þeir spiluðu aðallega á gítar fyrir þær. En svona er þetta orðið svo ég ætlaði að stinga uppá því að flytja Þingvelli í Kringluna og þegar ekkert er eftir af Þingvöllum á Þingvöllum þá getum við kannski... ég veit það ekki. Haldið áfram að segja sögurnar, já ég man þegar við fórum í Kringluna að leika í boltunum og skoða í búðirnar og borða franskar og Hrafnabjörgin blöstu við í suðri og Skjaldbreiður á sínum stað, já það var allt á sínum stað og ég fékk mér alltaf ógeðslega mikla tómatssósu, ég fyllti Almannagjá.
Viðkvæmt blóm
Ég er viðkvæmt blóm, alltaf ef ég verð spennt opnast gömlu sárin og verða flakandi, ó ó ó, aumingja ég, hver ætlar að gefa mér te eða byggja handa mér klaustur, gefa mér komment kannski en ónei, ég er viðkvæmt blóm, ég er með svo sterkar tilfinningar, ég held að guði hafi gefið mér þær tilað skrifa úr þeim en ekki bera þær um allt, ég er bara svo sein að fatta, ég er kærleikskrútt, blóm og gíraffi, svo segið eitthvað fallegt við mig, ég er að byggja klaustur í rólegheitunum, vantar bara elskhuga. Ég er svo sæt, ég ætti ekki að hafa neinar áhyggjur. Mig vantar bara einhvern, kærasta tildæmis eða elskhuga tilað færa mér sykrað te og prenta út fyrir mig. Svo gæti ég líka skynjað nálægð hans.
*
*
12 mars 2008
The master of ceremony
Good evening ladies and gentleman, tonight we are going to have the good and beautiful show about all the good and beautiful. I am the master of the ceremony and tonight I am as you going to show my best sides. Good and beautiful. Life is so good and beautiful and the first to show it is a flower, its coming right now, look, the flower, it spreads out it leaves, opens up, it bow, and here it come again, because its so nice to see a flower again. And next on stage is a good and beautiful bird, look at it, here it comes, a bird. Fly, dont fly, fly, dont fly. The bird comes ten times because its so good and beautiful to see a bird ten times. And thats how the show goes, a flower, a bird, a cloud, a tree, a good morning, "good morning" ... and then there comes a monster and swallow it all up, oh, sorry, there are no monsters in this show, there is nothing wrong in this show so it must be right, so if you all concentrate the monster will bring it back. I know you will you good and beautiful monster. I am talking to it. Okay, I have to kill the monster. Close your eyes meanwhile something bad and ugly is happening. Okay done! So the good and beautiful show can continue. And there comes the flower again, the bird, the cloud, the tree, the good morning, good morning. When life seems meaningless say good morning. And look around to see the flower, the tree, the cloud, the bird and take care of the monster so it will not destroy this good and beautiful world. Focus on the monster and the monster will grow bigger. So focus on it. Thank you. And there comes the bad and ugly monster swalloing the good and beautiful world. Its over, thank you for tonight ladies and gentlemen, it has been a pleasure, there is no such as monster, it was only a theatre, no birds, flowers, no good morning or anything. Dont be afraid of the secrets of life.
Kærleikssambandið
Hvað hef ég gert í kærleika í dag núna þegar dagurinn er hálfnaður? Vaknað, búið um rúmið, látið loga ljós hjá rúminu, dáðst að svefnherberginu mínu, opnað gluggann, beðið bænirnar, tekið lyfin mín, burstað tennurnar, kíkt í blaðið, hitað kaffi, svarað símanum, talaði við Lilju Nótt og við ætlum að hittast á morgun og lesa leikritið, skrifað synopsis, farið útí búð og keypt fullt af safa, líka lífrænum og reynt að fá millistykki, og fiskibollur, hengt upp fullt af fallegum póstkortum, treyst guði fyrir ferðalaginu, beðið guð um að taka frá hræðsluna við leikritaskrif og álit annarra, hugsað um að þrífa baðherbergið, demba mér í að skrifa, tekið eftir góða veðrinu, verið syfjuð, skilið að þetta er spennufall eftir að ég hætti að hugsa um hann, þá kemur svona spennufall og tómleiki, betra en spennan og uppfyllingin.
11 mars 2008
Má ekki blogga um veikindi?
Heyrst hafa raddir um að óviðeigandi, hallærislegt, osfrv. sé að blogga um veikindi, hvort sem um er að ræða krabbamein eða þunglyndi. Hvað er að fólki, hvaða veiki er það sem hrjáir fólk sem kemur sér upp svona skoðunum, feluveikin? eða hræðslan við dauðann? Er hreystin alveg að fara með það!?
Eða er þetta bara sortéringar-ástríðan?
Eða er þetta bara sortéringar-ástríðan?
Vantar þig lásasmið?
Elísabet Jökulsdóttir: Heilræði lásasmiðsins Kraftmikil saga, skrifuð af kjarki og einlægni. Hressileg, vekjandi og fyndin og framar öllu hreinskilin frásögn, sem er um leið afbragðs framlag til baráttunnar fyrir opnari umræðu um kvenkynfrelsi, tilfinningalíf og geðheilbrigði.
Þetta var álit dómnefndar í sambandi við Fjöruverðlaunin sem getið er hér að neðan. Góuhátíðin er stórmerkilegt fyrirbæri, ég hef verið í kvennagrúppum að gefa út kvennabókmenntatímarit eða skipuleggja bókmenntahátíðir kvenna, yfirleitt eru þrjár konur og 20 karlar á hátíðunum. Og þetta er klikkuð vinna. Oft hefur verið gefist upp. Svo Góurnar eiga heiður skilinn að halda þessa hátíð í annað sinn. FRÁBÆRT. Og sjáið hvað ég fæ sæta umsögn. Ég er ótrúlega stolt. Takk fyrir mig.
Þetta var álit dómnefndar í sambandi við Fjöruverðlaunin sem getið er hér að neðan. Góuhátíðin er stórmerkilegt fyrirbæri, ég hef verið í kvennagrúppum að gefa út kvennabókmenntatímarit eða skipuleggja bókmenntahátíðir kvenna, yfirleitt eru þrjár konur og 20 karlar á hátíðunum. Og þetta er klikkuð vinna. Oft hefur verið gefist upp. Svo Góurnar eiga heiður skilinn að halda þessa hátíð í annað sinn. FRÁBÆRT. Og sjáið hvað ég fæ sæta umsögn. Ég er ótrúlega stolt. Takk fyrir mig.
Lásasmiðurinn fær Fjöruverðlaunin
Heilræði lásasmiðsins er nú orðin margverðlaunuð bók því um helgina fékk hún Fjöruverðlaunin, en hafði áður fengið Rauðu fjöðrina. Fjöruverðlaunin eru veitt á bókmenntahátíð kvenna sem heitir Góugleði og er ætlað að vekja athygli á hlut kvenna í jólabókaflóðinu. Þetta var hátíðleg stund, sex konur fengu verðlaun í jafnmörgum flokkum og héldu dásamlegar ræður, sólin og kvakið af tjörninni barst inní salinn. Það var mikið klappað og jú-húað fyrir Lásasmiðnum. Verðlaunin voru í formi viðurkenningarskjals, lítillar kerlingar í peysufötum og fjöreggs. Dómnefnd skipuðu: Soffía Auður Bjarnadóttir, Þóra Sigríður Ingólfsdóttir og Olga Guðrún Árnadóttir. Húrrum hæ. Húrrum húrrum hæ. Húrrum húrrum húrrum hæ hæ hæ.
Elísabet Jökulsdóttir sagði í ræðu sinni elska að fá verðlaun, ó hún talar svo beint frá hjartanu.
Elísabet Jökulsdóttir sagði í ræðu sinni elska að fá verðlaun, ó hún talar svo beint frá hjartanu.
08 mars 2008
Embla Karen
Ömmustelpan var skírð í dag, Embla Karen. Fallegt nafn, sérstæður hljómur, klingjandi, og andstæður. Afhöfnin var svo falleg og yndisleg og allir svo góðir og fallegir og yndislegir. Svo mikið af tilfinningum. Vatnið í skálinni, kertaljósið, dúkurinn. Ræða prestsins um að þroskast í lífinu. Foreldrarnir að haldast í hendur. Barnið í kjólnum. Allir gestirnir. Veislumaturinn. Og sólin, sólin, sólin. 8. mars. Embla Karen, ég elska þig.
07 mars 2008
Kærleikssambandið
Ég uppgötvaði að ég er sennilega með vitlausan guð, ég hlustaði á harmleikina mína, Ella Stína og gesturinn kom vel út, svona vel út. Ég pússaði silfur og straujaði dúka í tilefni skírnarveislu á morgun. Ég fór velklædd í skólann, keypti tvær flöskur af ananas-kókosdrykknum mínum, ég var þolinmóð í umferðarteppunni, sendi bróður mínum sms, athugaði hvort tengdadóttir mín hefði komist til landsins, dáðist að kransakökunni, súkkulaðifiðrildunum og leiklistarnemunum sem ætla setja hart í bak upp í ellefu klukkutíma, setti mörk, hringdi seinna, bað bænirnar mínar, tók lyfin mín, burstaði tennurnar, setti bensín á bílinn, bauðst tilað koma, skemmti mér hjá tengdafjölskyldu sonar míns, og svo fékk ég að halda á litla barninu í fanginu og augun hennar voru full af kærleika svo loksins veit ég hvar kærleikurinn er.
Kærleikssambandið
Hvað er ég búin að gera í kærleika í dag. Sofa út. Fara á fætur. Fara í klippingu og litun. Borga skattana mína. Fara í bankann. Bursta tennurnar. Fara á fund. Setja allt í vitlausa röð. Heimsækja mömmu. Labba heim. Byrja á ritgerð um Afródítu. Setja í þvottavélina. Hugsa um næstu bók. Eiga leyndarmál. Reyna að leysa málin. Vera í kærleika. Vera í rauðu. Sjá hvað allt er fallegt heima hjá mér. Búa um rúmið. Taka lyfin. (Gleymdi þeim í morgun) Tala við lífeyrissjóðinn. Hringja. Trúa einhverjum fyrir einhverju. Biðja um hjálp. Leggja ákveðið mál í hendurnar á guði. Hengja útúr vélinni.
06 mars 2008
Afrek eitt og tvö
Einu sinni var stúlka sem klauf sig í herðar niður og annar hlutinn fór útí geiminn og líður þar um en hinn hlutinn ofaní jörðina og skríður þar um.
En svo eru önnur afrek einsog fá AFRIT af skattaskýrslu og láta FAXA eitthvað, það eru svona afrek sem ég bara kemst varla yfir að ég hafi unnið. En það gerðist í dag.
En svo eru önnur afrek einsog fá AFRIT af skattaskýrslu og láta FAXA eitthvað, það eru svona afrek sem ég bara kemst varla yfir að ég hafi unnið. En það gerðist í dag.
Kynjafræði
Ég var með fyrirlestur um Lásasmiðinn í Kynjafræði, það var alveg magnað, Þorgerður er svo falleg og klár, og það var flott stemmning. Ég lærði eitt orð að þiggja. Að ég gef karlmönnum alltaf alltof mikið svo ég verð að læra að þiggja sjálf. Svo ég hugsa bara þiggja þiggja þiggja. Og rautt. Nuddarinn minn segir ég sé í fínu formi nema vanti jarðtengingu og bara vera í rauðu af því að jarðarstöðin er rauð. Í gær keypti ég rauð-bleikt móherteppi, móher sko, rautt ilmkerti, og þegar Hulda og Valli komu í heimsókn um daginn benti ég á að rauði diskurinn væri fyrir tepokana. Svo ég er bara í rauðu og er að þiggja allar heimsins listisemdir. Ég er meiraðsegja að kaupa gestarúm, borga skattana mína, fara í klippingu, ég er svo dásamleg kona að ég er algjört krútt. Ég heyrði líka í elsta ömmubarninu í gær, henni Indíönu, hún er skemmtilega ákveðin. Fór í leikhúsið og ég er í rauðum náttfötum og er ekki komin á fætur, var að vakna, dreymdi mikið, um tengingar, ég var í sjónvarpsþættinum mínum í gær og hitti svona ofurkonur einsog Sigríði Klingenberg og Bryndís Schram. Spákonan sagði ég þyrfti að vera aðeins kærulausari og sleppa áhyggjunum. (Ég er áhyggjukrútt) Svo er ég að lesa MEIRIHÁTTAR bók um goðsögur eftir Karen Armstrong, algjör snilld, mér finnst þessi Fiðrildavika flott, og útifundurinn flottur í gær gegn árásum á Gazasvæðinu. En hvað á gera við svona forsætisráðherra sem heldur að álver hífi upp stemmninguna á fjármálamarkaði, bara eyðileggja landið svo eitthvert jakkafatalið geti haldið áfram að braska í þykjustupeningum. Annars er ég byrjuð að hugsa um lokaverkefnið mitt, og skírnina á laugardag. Þá verður gaman, allir koma, líka Jökull og Kristín frá Ameríku og það verður að gaman að sjá skírnarbarnið með foreldrum sínum og svo fáum við að vita hvað hún á að heita. :)
05 mars 2008
Elísabetaræði
Það er leiðinlegt að fara að sofa. Bursta tennurnar, ganga frá öllu, fara í náttfötin og blúff. Eða vakna, hita kaffi, bursta tennurnar, kveikja á tölvunni. Það er gaman að drolla á kvöldin þegar allt er orðið hljótt.
Afmæli Mána og sykurkarið
Máni uppáhaldsfrændi minn á afmæli í dag, 24 ára, grislingur, nei ungur maður með framtíðina á silfurfati, og einn af topp tíu skemmtilegustu mönnum Íslands. Og glæsilegustu. En annars er bara stundum svo gaman að vera heima og fá sér sykur úr sykurkarinu í teið, hafið fyrir utan, þulurinn í útvarpinu, barnabarnið í Ásakórnum, já allt á sínum stað, svo ég þarf ekki að raða neinu, bara svona fá mér smá sykur útí tebollann.
04 mars 2008
Skil í lífi Elísabetar Jök.
Sko, ég fékk tilkynningu um endurgreiðslu á peningum frá Glitni af því ég hefði staðið í skilum!!! Viljiði heyra þetta. Næst þegar sýslumaður ætlar að rífa af mér húsið ætla ég að veifa þessu. Elísabet Jökulsdóttir í skilum. Skilið!!!
Harmleikur Ellu Stínu
Ég á að skrifa harmleik fyrir morgundaginn, það ætti varla að vera mikill vandi, bara spurning hvaða harmleik maður á að velja, Hamlet, Hamlet eða Hamlet.
Geitahjörðin úr Atlantshafinu
Ég var á leiðinni heim um miðnætti í gærkvöldi á bílnum og þarsem ég beygði inn Seljaveginn og leit útá hafið sá ég ekki betur en geitahjörð stigi uppúr hafinu, ég hélt fyrst að þetta væri hvítfyssandi öldufaldurinn en svo sá ég þær nálgast, þeysa uppúr fjörunni og ég rétt náði að beygja áðuren þessi fríði flokkur geita yfirtóku Mýrargötuna. Ég sá þá að það vantaði eina geitina en það mundi sennilega vera geitin sem Jökull hefði bloggað um í morgun.
Geitin á Laugaveginum
Ég var eitthvað að slæpast á Laugaveginum, fór á Næstu grös, í bókabúðina og kaffihús og nennti ekki heim til mín, þetta var eitthvað um átta leytið og fáir á ferli, þá sá ég eitthvað hvítt skjótast framhjá mér einsog það væri á háhælaskóm, ég leit við og sá ekki betur en þetta væri geit. Ég var furðulostin þangað til ég las bloggið hans Jökuls en hann hafði mætt manni með geit í bandi í skemmtigarði í Norður-Karólínu. Ég hafði ekki lesið bloggið en skildi að þetta hlyti að vera blogg-geitin, ég leit niður og sá slitið band á götunni og ákvað að geyma það til minja.
Geitin
Ég vaknaði í nótt í úrhellisrigningunni við að það að bankað var í hurðina, ansi duglega, svona eftir á að hyggja finnst mér að hafi verið stangað í hurðina. Þegar ég las svo bloggið hans Jökuls um að hann hefði mætt manni með geit í bandi í skemmtigarði í Norður-Karólínu þá hallast ég að því að þetta hafi verið geitin sú.
02 mars 2008
Hamingjan
ég er bara oft hamingjusöm þegar ég kem heim og hamingjusöm þegar ég er að vinna og hamingjusöm þegar ég fer að sofa, já þetta er merkilegt ljóð því fyrir svona tveimur árum orti ég heila runu af saknaðarljóðum af því garpur og jökull voru fluttir að heiman og það var svo skrítið að hurðin væri ekki alltaf að opnast og lokast og einhver að koma hlaupandi niður stigann eða með græjurnar í botni, samt var það ekkert af þessu, heldur hamingjan, og lífið og svo fóru þeir að heiman, sem í raun er stórkostlegt og jafnvel stórkostlegra að geta komið barni að heiman en í heiminn, en hvernig sem snjóar þá er þetta dásamlegt líf, og hún Garpsdóttir ætlaði að kíkja við en ég var í leikhúsinu en ég er búin að finna soldið leikhús handa henni á Framnesvegi 56a, ... plássið sem hingað til hefur verið dans-plássið mitt, ég get auðvitað dansað áfram og kannski dansa ég í leikhúsinu hennar ef hún vill, ... ég verð allavega á fremsta bekk.
01 mars 2008
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)