04 mars 2008

Geitin á Laugaveginum

Ég var eitthvað að slæpast á Laugaveginum, fór á Næstu grös, í bókabúðina og kaffihús og nennti ekki heim til mín, þetta var eitthvað um átta leytið og fáir á ferli, þá sá ég eitthvað hvítt skjótast framhjá mér einsog það væri á háhælaskóm, ég leit við og sá ekki betur en þetta væri geit. Ég var furðulostin þangað til ég las bloggið hans Jökuls en hann hafði mætt manni með geit í bandi í skemmtigarði í Norður-Karólínu. Ég hafði ekki lesið bloggið en skildi að þetta hlyti að vera blogg-geitin, ég leit niður og sá slitið band á götunni og ákvað að geyma það til minja.

Engin ummæli: