08 mars 2008

Embla Karen

Ömmustelpan var skírð í dag, Embla Karen. Fallegt nafn, sérstæður hljómur, klingjandi, og andstæður. Afhöfnin var svo falleg og yndisleg og allir svo góðir og fallegir og yndislegir. Svo mikið af tilfinningum. Vatnið í skálinni, kertaljósið, dúkurinn. Ræða prestsins um að þroskast í lífinu. Foreldrarnir að haldast í hendur. Barnið í kjólnum. Allir gestirnir. Veislumaturinn. Og sólin, sólin, sólin. 8. mars. Embla Karen, ég elska þig.

9 ummæli:

Kristín Bjarnadóttir sagði...

Til hamingju með heiminn og nýskírða ömmubarnið, amma littla Ella Stína!

Nafnlaus sagði...

takkk krútt heimsins krístin.

Nafnlaus sagði...

Hæ Elísabet, vildi bara kasta á þig kveðju, ég kíki alltaf hérna inn öðru hvoru og hef gaman af. Til hamingju með ömmubarnið!

Íris í Dublin

Nafnlaus sagði...

Íris, !!! Gaman að heyra í þér, ég hef líka hugsað til þín öðruhverju og ykkar, vonandi hittumst við aftur, mig langar aftur til Dublin, hafðu það sem allra allra allra best, ég bað einmitt fyrir kveðju til þín um daginn gegnum mömmu þína, FRÁBÆRT að heyra í þér, ég fæ alveg heimþrá til Dublin,

knús, Elísabet

Nafnlaus sagði...

Hæ Íris aftur, langaði tilað sýna þér ljóðið sem ég orti eftir að ég hitti þig, man ekki hvort ég sýndi þér það nokkurntíma, ekj


A POEM

My lonlyness is a white flower
that grows in my chest,

so it has space to open.

Hringbrautin sagði...

Til hamingju með Embluna.
Knús.

Nafnlaus sagði...

Kæra Hringbraut,

takk fyrir þetta, takk, þú ert gæskan og góðvildin uppmáluð, ég er hinsvegar að fara kaupa í matinn og búin að skrifa lista,

takk fyrir að vera til knúsin mín,

þín Elísabet

Nafnlaus sagði...

Embla Karen hefur fengið mjög góðar undirtektir í skólanum í dag, fallegt nafn, segja krakkarnir með mér í skólanum, og meiraðsegja Albert hinn alræmdi spurði hvort væri búið að skíra, Albert er reyndar ekki alræmdur heldur elskulegur og útdeilir bröndurum á föstudögum einsog sumir heilögu sakramenti, en Embla Katrín er semsagt að slá í gegn.

Og Elísabet Ronalds goðumlíkur snillingur er með skírnargjöf handa henni, sjálf er ég enn að reyna að komast útí búð.

Home alone, Elísabet

Nafnlaus sagði...

ég vissi ég hafði gert villu, ég las yfir kommentið,

Embla Karen.

Hvenær kemur hún í næstu heimsókn?