12 mars 2008
Kærleikssambandið
Hvað hef ég gert í kærleika í dag núna þegar dagurinn er hálfnaður? Vaknað, búið um rúmið, látið loga ljós hjá rúminu, dáðst að svefnherberginu mínu, opnað gluggann, beðið bænirnar, tekið lyfin mín, burstað tennurnar, kíkt í blaðið, hitað kaffi, svarað símanum, talaði við Lilju Nótt og við ætlum að hittast á morgun og lesa leikritið, skrifað synopsis, farið útí búð og keypt fullt af safa, líka lífrænum og reynt að fá millistykki, og fiskibollur, hengt upp fullt af fallegum póstkortum, treyst guði fyrir ferðalaginu, beðið guð um að taka frá hræðsluna við leikritaskrif og álit annarra, hugsað um að þrífa baðherbergið, demba mér í að skrifa, tekið eftir góða veðrinu, verið syfjuð, skilið að þetta er spennufall eftir að ég hætti að hugsa um hann, þá kemur svona spennufall og tómleiki, betra en spennan og uppfyllingin.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Hæ Elízabet
Ekki hlusta á neinar bull raddir hvaðan sem þær koma. Haltu bara þínu striki. Njóttu lífsins.
kv.
Leynilegur aðdáandi
Sko, leynilegir aðdáendur eiga að segja til nafns, skilja eftir símanúmer, bjóða manni í bó...bíó ætlaði ég að segja en ekki bólið.
ekj
ps. ég veit hver þetta er... ég þekki z - una. ha ha ha
Þetta er djók með z-una. Það er frekar að ég kannist við:
kv.
Elísabet, þú ert kærleikskrútt,
formaður leynilegra aðdáenda sambandsins sem heldur aðalfund í augnablikinu, verið að kjósa í stjórn, þú vilt kannski koma og lesa upp fyrir okkur.
Formaður í félagi leynilegra aðdáenda
Sæl kæra frænka, Elísabet Kristín,
Þakka þér fyrir að minna á heimsveldisbloggið þitt.
Ég óska þér innilega til hamingju með litla barnabarnið, hana Emblu Karenu Garpsdóttur. Megi hún dafna og vegna vel um aldur og ævi. Bið fyrir kveðju til foreldranna. Með góðri kveðju,
Þór Jakobsson
Þakka þér kærlega kæri frændi og gaman að heyra í þér, og ég bið þess sama fyrir þig og þitt fólk,
ástogknús, Ella Stína
Skrifa ummæli