04 mars 2008
Geitahjörðin úr Atlantshafinu
Ég var á leiðinni heim um miðnætti í gærkvöldi á bílnum og þarsem ég beygði inn Seljaveginn og leit útá hafið sá ég ekki betur en geitahjörð stigi uppúr hafinu, ég hélt fyrst að þetta væri hvítfyssandi öldufaldurinn en svo sá ég þær nálgast, þeysa uppúr fjörunni og ég rétt náði að beygja áðuren þessi fríði flokkur geita yfirtóku Mýrargötuna. Ég sá þá að það vantaði eina geitina en það mundi sennilega vera geitin sem Jökull hefði bloggað um í morgun.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Elísabet, ertu til í að segja mér slóðina á blogið hans Jökuls?
Kveðja, Herdís Pála.
P.S. Takk annars fyrir skemmtilega stund í dag í skírninni hjá Emblu Karen :)
www.blog.central/stinaogjolli
já sömuleiðis, gaman að hitta þig fallega kona.
elísabet
Takk fyrir þetta Elísabet, fór hjá mér að lesa að þú hefðir skrifað "fallega kona"
Kveðja, Herdís Pála.
Þessi slóð sem þú gafst mér upp virkar ekki :(
HPP
Skrifa ummæli