16 apríl 2008

16. apríl 2008

Ég á afmæli í dag, bara rétt 50 ára, ójá, og nokkrir kjólar hangandi uppá vegg, afmæliskveðjur hafa borist í stríðum straumi, símtöl og sms, ótakk, Garpur, Ingunn, Embla Karen og mamma komu hér í morgun, yndislegt, ætlaði varla að trúa eigin augum, og Kristjón hringdi, dásamlegt að heyra í honum, en ég er að skrifa smá í Hollywoodleikritinu mínu, og punta mig, og sækja Unu og svona vantar mig naglalakkara, annars er ég orðlaus af allri þessari ást. Ellý Kristínarmamma, hringdi, hún kemst ekki, ég sendi henni góða strauma svo henni batni fyrir kvöldið.

Í kvöld tekur gleðin öll völd.

Í Iðnó kl. 20 ef ég hef gleymt að bjóða einhverjum.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hjartanlega til hamingju með daginn, elsku snillingur!
Gangi þér allt að sólu.
Valgerður

Þórunn Gréta sagði...

Til hamingju! Við erum þá báðar hrútar!

Kristín Bjarnadóttir sagði...

Nú andar Iðnó ósk með hverjum gesti

um unaðsbjarta framtíð Ellu Stínu

hún streymi inn í skáldatárin fínu

svo stelpan lifi gegnum brak og bresti


Þú fjallablóm og furðufuglinn besti

.... búin að hugsa til þín í allan dag .. TIL HAMINGJU
xx kristín

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið. Vonandi var veislan skemmtileg og vel heppnuð. Hafðu það gott tengdó :D
Tengdadóttirin úr kanaveldinu
P.s. sendi þér smá meil ;)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju.
Djöfull var ræðan hans Friðgeirs fyndin. Mig verkjaði af hlátri.

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með hálfu öldina! So sorry að ég missti af veislunni. Fjarlægðin gerir fjöllin blá og langt til Borgarness. Knús

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með 50 árin kæra, kæra. Áfram Elísabet!
Bestu kveðjur,
Laufey