13 apríl 2008

Ein guðdómleg persóna...

Emla Karen kom í heimsókn ásamt foreldrum sínum Ingunni og Garpi, og það varð allt með öðrum brag í húsinu, ...svo töfrandi undursamlegt, hún brosir svo fallega og hefur húmor, ég fékk að halda á henni og þegar ég hugsa um það fæ ég tár í augun, einsog blómin sem eru í norðurglugganum og blómstruðu hvítum blómum og svo komu dropar úr blóminu, einsog tár sem stirndi á, og ég borðaði blómadropana, sætir á bragðið, lífið er eitt undur, eitt titrandi kraftaverk, ég er svo þakklát. Og svo fór ég á ball, já ég fór á ball og ein ung tilvonandi leikkona sagði ég væri flottasta kona á Íslandi, ég held bara ég hafi roðnað, og vinkona mín Elísabet Ronaldsdóttir kom í sykur, og hún er algjör snillingur og veit meira um leikritið mitt en ég, hún tekur bara skærin á þetta einsog fótboltamennirnir. Já já já... það er jáið sem gildir.

*

Já, og svo á Illugi bróðir minn afmæli í dag...hann er svo góður og skemmtilegur og sætur og mikill snillingur, umfram allt svo mikill Illugi.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hamingjuóskir til afmælisbarnsins frá fjölskyldunni í Ásakórnum :) og takk fyrir okkur í gær :)

Nafnlaus sagði...

Oh, heil fjölskylda að kommentera, það er brotið blað í sögu heimsveldisins, krúsirnar mínar, mér tókst að komast útúr bænum og sá fjöllin...

knús, mamma, tengdó og amma

Nafnlaus sagði...

Hvar finn ég imeil hjá Kristjóni eða tvíbbunum til að senda afmæliskveðjur. Bloggið hans virðist vera lokað?????
KvM

Nafnlaus sagði...

kristjonk@gmail.com

garull@hotmail.com

jokullfataskaps@hotmail.com

Er þetta Magnús bróðir minn sem er að kommentera???? Ef svo er, er ég búin að vera leita að þínu ímeili.... tilað senda þér afmæliskort.

en annars knús. Elísabet

Nafnlaus sagði...

Kem hérna við daglega því þú skrifar svo fallegan texta eins og í þessari færslu. C U tonight!

Nafnlaus sagði...

Takk Ellý mín, ég var farin að sakna þín, og saknaði þín í afmælinu en fékk skilaboðin, vona að öllum sé batnað,

knús, ellastína